Þá er ný heimasíða Nýsköpunarkeppni grunnskólanna loks komin í loftið.

Á nýrri og endurbættri heimasíðu má meðal annars finna:

• Náms- , stuðnings- og afþreyingarefni fyrir kennara og nemendur
• Ýmsar fréttir og greinar sem fjalla um nýsköpunarmennt og tengd málefni
• Lista yfir fyrirtækja og aðila sem vinna að eða eru tengdir skapandi skólastarfi, nýsköpunar- og frumkvöðlamennt, forritun barna o.fl.
• Kveikjur að hugmyndum, umsóknarleiðbeiningar, nýtt umsóknareyðublað og margt fleira.

Er það von okkar að ný heimasíða veiti góðan stuðning fyrir kennara og aðra sem hug hafa á að innleiða nýsköpun inn í skólastofur landsins ásamt því að styðja enn frekar við þá uppbyggingu sem þegar hafin er.  Eru kennarar og aðrir sem áhuga hafa á nýsköpun, hvattir til að skoða síðuna og deila henni.

Kannski þarfnast heimasíðan einhverra lagfæringa og gott væri að fá meira efni inn. Allar ábendingar eru því virkilega vel þegnar, – þetta er jú fyrir ykkur og unga fólkið 🙂

Allir grunnskólar landsins geta – og eru hvattir til – að taka þátt.

Opnað verður fyrir umsóknir fljótlega en umsóknarfrestur rennur út 12. Apríl 2017.