Rúmlega fimmtíu börn tóku þátt í vinnusmiðju NKG þetta árið, en alls bárust keppninni 2906 hugmyndir frá 44 grunnskólum. Frá upphafi hafa borist 39.106 hugmyndir frá börnum um allt land.

Líkt og á hverju ári, munaði afar litlu á stigum milli hugmynda. Ég vil segja við ykkur, hugmyndasmiðir, að hugrekki ykkar og sköpunarkraftur í vinnusmiðjunni voru aðdáunarverð og gera mig sem fyrr, stolta af íslenskum börnum- sem munu vinna að lausnum við vandamálum framtíðarinnar.