2 3 4 5

Hvatning til kennara

NKG veitir hverjum nemanda tækifæri til að vinna með eigin hugmyndir á sínu áhugasviði. Það eykur frumkvæði og persónulega hvatningu að vera virkur í leit að upplýsingum og þeirri þekkingu sem þörf er á.

NKG veitir farveg þar sem hugmyndir nemenda færast nær raunveruleikanum í gegnum vinnusmiðju NKG, þar sem fulltrúar úr atvinnulífinu og Háskólum landsins leiðbeina nemendum að fullgera hugmyndir sínar í formi teikninga, frumgerða og/eða líkanagerðar. Á sama tíma fá nemendur framsöguþjálfun, til að  geta talað um hugmyndir sínar við aðra, hvort sem verið er að leita að frekari lausnum, framleiðslu eða tækifærum í sölu- og markaðsstarfi.

 Þetta ferli virkjar sköpunarkraft nemenda í lausnarmiðuðum hugsunarhætti, eykur sjálfstraust þeirra og frumkvæði.

Ferli hugmynda

Leiðin frá hugmynd að veruleika er lærdómsríkt ferðalag. Skrefin á leiðinni eru kölluð, hugmynd, hönnun og framkvæmd. Í handbók um nýsköpunarmennt, er farið ítarlega yfir hvert skref ásamt því að gagnlegar æfingar eru fyrir hverja þeirra. Handbók um nýsköpunarmennt má nálgast rafrænt hér á síðunni undir flipanum kennslu- og stuðningsefni eða panta á prenti frá Námsgagnastofnun.

Skref 1 – Hugmynd

Á hugmyndastigi hefst hið skapandi ferli, spurningar eru spurðar og forvitni nemenda vaknar. Á þessu stigi finnirðu mismunandi æfingar til að koma sköpunargáfunni í gang. Á þessu stigi er mikilvægt að hafa opið og hvetjandi andrúmsloft þar sem nemendur finna til öryggis þegar þeir tala um hugmyndir sínar. Gagnrýni er stranglega bönnuð. Og mundu því fleiri hugmyndir því betra, þá aukast líkurnar á að finna eitthvað einstakt. Allar hugmyndir eru góðar hugmyndir.

Skref 2 – Hönnun

Þegar hugmyndin er komin á hönnunarstig hefur ein hugmynd verið valin og færður rökstuðningur fyrir úr hópi margra hugmynda. Þá er kominn tími á að þróa hugmyndina og prófa hvort hún þarfnast breytinga. Hér skoðun við hvernig hún nýtist öðrum, virkni, efni og form. Í framhaldinu er gerð frumteiknng eftir bestu getu á blaði eða í tölvu. Næsta skref er að gera frumgerða eða líkan af hugmyndinni og þá erum við þegar komin skrefi nær raunveruleikanum. Stundum virkar hugmyndin ekki eins og til var ætlast, en mistök færa okkur nær takmarki okkar því við lærum mikið af þeim. Oft þarf að hugsa málið betur.

Skref 3 – Framkvæmd

Að fá góða hugmynd er aðeins byrjunin á sköpunarferlinu. Ekki getur hugmyndasmiður einum fundist hugmynd sín frábær, heldur verða aðrir líka að vilja kaupa hana, framleiða, nota hana og selja hana. Þegar hugmynd er komin í framkvæmdarferli þá er mikilvægt að skoða markaðsmálin og hvernig á að koma hugmynd þinni á framfæri. Hérna er gott að staldra við og æfa sig í að rökstyðja kosti hugmyndarinnar, skoða vörumerkjavernd og einkaleyfi. Æfa frásagnartækni og framkvæma einfalda markaðskönnun.

Ofangreindur texti og myndir er byggður á
texta úr Handbók til nýsköpunar í boði Finnupp