Aðalbjörg Ingadóttir aðstoðarskólastjóri Norðlingaskóla hafði samband á vormánuðum og bókaði okkur í kynningu fyrir miðstigs- og verkgreinakennara. Það var virkilega áhugavert að koma í Norðlingaskóla, glæsileg bygging í alla staði en það sem heillaði mest var krafturinn og hugrekki kennarahópsins sem sat fundinn með okkur. Teymisvinna og samstarf er aðalsmerki þeirra og innleiðing nýsköpunarkennslu á án efa eftir að ganga frábærlega. Verkgreinastofan náði sérstaklega athygli minni, en þar er textíl, myndmennt og smíði saman í kjarna þar sem náið samstarf er á milli. Skipulag stofanna ætti að vera fyrirmynd annarra skóla, lítill fugl hvíslaði því að mér að skólastýra Norðlingaskóla hafi átt hugmyndinna að skipulagi verkgreinastofanna.