Þá sumarið brátt á enda, undirbúningar NKG 2017 er kominn á fulla ferð og hefur verkefnishópur NKG hist nokkrum sinnum eftir sumarfrí.

– Unnið er að því að fá meira náms- og stuðningsefni fyrir kennara og nemendur.
– Unnið er að nýrri heimasíðu, svo “sú gamla” er hálf óvirk sem stendur. Ætlunin er að hafa nýju síðuna, einfaldari í uppsetningu en þó með miklu meira af ýmiskonar efni, sem ætti að hjálpa kennurum, með að innleiða eða byggja áfram upp, nýsköpunnarkennlu, – og nemendum til að hjálpa þeim við nýsköpun sína.
– hugað er að þeim möguleika að bjóða 8. – 10. bekk í keppnina
– Stefnt er að því að reyna að hækka ferðastyrk, fyrir nemendur utan af landi
– og margt fleira er í bígerð, með það að markmið að fá fleiri skóla til að taka þátt og aðstoða kennara og nemendur betur.

Næstu skref er þó að heyra í kennurum og öðrum sem tekið hafa þátt í keppninni og hlusta á þeirra sjónarmið, – hverju má og má ekki breyta osfrv. Í framhaldi af því, verða svo teknar ákvarðanir um næstu skref. Allar tillögur/athugasemdir eru vel þegnar(nkg@nkg.is)

Þetta skýrist vonandi allt saman á allra næstu vikum, – svo þið megið alveg fara að huga að kepninni 2017