2 3 4 5

Stórglæsileg verðlaun bíða sigurvegara NKG

Aðalverðlaun NKG 2018, eru í boði ELKO

Styrktarsjóður ELKO styrkir 2x verkefni á ári sem tengjast velferð barna og ungmenna. Raftæki, búnaður eða styrkir sem efla menntun, nýsköpun eða annað sem nýtist til betra lífs fyrir ungt fólk, fellur vel til styrkja.
Því hefur sjóðurinn aftur valið að styrkja Nýsköpunarkeppni Grunnskólanna 2018 með stolti og óska þau öllum velfarnaðar í keppninni og hlakka til að sjá árangurinn.

Við þökkum ELKO kærlega fyrir þennan frábæra stuðning.

Veitt eru verðlaun fyrir 1. 2. og 3. sætið í öllum aldurshópunum þremur, þ.e. 5. 6. og 7. bekk . Ef 2 nemendur eru saman um hugmyndina, þurfa þau ekki að hafa áhyggjur af því að þurfa að skipta verðlaununum, – þau fá sitthvorn vinninginn, – allt í boði ELKO.

1. verðlaun: Acer Swift 3 SF314 14” fartölva að verðmæti 120 þús*

Acer Swift 3 SF314 14 fartölva (Silfur) Signature Edition

2.verðlaun: Samsung Galaxy A8 snjallsími að verðmæti 70 þús*

Samsung Galaxy A8 snjallsími - Svartur

3.verðlaun: Samsung Galaxy S7 snjallsími að verðmæti 52 þús*

Samsung Galaxy S7 snjallsími (Svartur)

Aukaverðlaun

Eins og alltaf, verða líka stórglæsileg aukaverðlaun, svo allir þeir nemendur sem komast á vinnustofuna, fara heim með vinninga og verðlaun.
Aukaverðlaunin verða auglýst síðar.