Af hverju nýsköpunarmennt?
Hér að neðan eru ýmsar greinar sem fjalla um nýsköpunarmennt og tengd málefni:
Sköpunar- og tæknismiðjur í þremur grunnskólum: Framkvæmd og kennslufræði fyrstu skrefin
Nýsköpunar- og frumkvöðlamennt - Könnun á nokkrum framtíðaráskorunum á grunn- og framhaldsskólastiginu
Árið 2004 var gerð könnun meðal grunn- og framhaldsskóla, sem stíluð var á skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra viðkomandi skóla, þar sem könnuð var staða og viðhorf til stöðu frumkvöðla menntunnar á framangreindum skólastigum. Könnunin var gerð sem hluti af norrænu verkefni „Creating Opportunities for Young Entrepreneurs“ og var gerð grein fyrir í skýrslu sem kom út árið 2005, „Frumkvöðlafræði í skólum. Könnun á stöðu og viðhorfum til frumkvöðlakennslu í grunn- og framhaldsskólum landsins,“ Karl Friðriksson, 2005.
Á síðasta ári, 2020, var ákveðið að skoða stöðu þessara mála og annarra tengdum nýsköpunarog frumkvöðlamenntar meðal umræddra skóla. Í könnuninni var tekið mið af nokkrum atriðum könnunarinnar frá árinu 2004, til viðmiðunar um þróun á almennri frumkvöðlamennt sérstaklega. Einnig var ákveðið að skoða hugsanlega breytt viðhorf meðal kennara og stjórnenda í grunn- og framhaldsskólum á hugsanlegum framtíðarbreytingum í kennslu og námsumhverfi nemenda og starfsumhverfi kennara, til samanburðar við sambærilega könnun sem gerð var árið 2019…lesa meira