Hér eru listaðir upp nokkrir aðilar sem tengjast menntun og nýsköpunar- og frumkvöðlamennt en einnig aðilar sem tengjast íslenska frumkvöðlaumhverfinu, yfirlit styrkja ofl:

FabLab

Fab Lab er stytting á enska heitinu ,,fabrication laboratory” og er stundum kölluð stafræn smiðja á íslensku. Markmið með smiðjunum er að hvetja einstaklinga og frumkvöðla til að láta hugmyndir sínar verða að veruleika, skapa tækifæri til vinnu við frumgerðasmíð og vöruþróun með því að bjóða upp á aðgang að stafrænum framleiðslutækjum og búnaði af ýmsum toga…

Búnaðarbankinn

Búnaðarbanki skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur býður starfsfólki Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar upp á tveggja vikna útlán, án endurgjalds, á fjölbreyttum náms- og kennslugögnum. Starfsfólki á öllum stigum skólastarf sem og frístundastarfi SFS stendur til boða að skrá sig inn, panta þau gögn sem þeim líst á og sækja svo í Búnaðarbankann

Verkfærakistan

Verkfærakista Menntastefnu Reykjavíkurborgar. Hér eru mörg hundruð verkfæri – Fræðilegt, Ítarefni, Kveikjur, Myndbönd, Vefsvæði, Verkefni ofl. ofl

MIXTÚRA

Mixtúra er sköpunar- og upplýsingatækniver Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Þar er einnig starfrækt snillismiðja og fullbúið ljósmyndastúdíó. Búnaðarbanki SFS er til húsa í Mixtúru en þar býðst starfsfólki SFS fjölbreytt náms- og kennslugögn án endurgjalds.

Innoent.

Innoent. INNOENT á Íslandi hvetur ungt fólk til að koma eigin hugviti í framkvæmd með það að markmiði að efla sjálfbært skapandi samfélag. Aðalstarfsemi er í kringum Uppfinningaskólann ásamt námskeiðum fyrir kennara og aðra þá sem hafa áhuga á nýsköpunar- og frumkvöðlamennt.

Kennarinn.is

Kennarinn.is. Á vef Kennarans má finna margvíslegar upplýsingar er tengjast menntun á Íslandi, frá fyrstu skrefum barns hjá dagforeldrum til útskriftar á háskólastigi. Vefurinn er hugsaður fagaðilum, forsjáraðilum og nemendunum sjálfum til handagagns:

Skólaþræðir

Í Skólaþráðum eru birtar greinar um þróunar- og umbótastarf í skólum og fréttir af áhugaverðu skólastarfi. Ritinu er ætlað að vera vettvangur fyrir skólafólk til að miðla góðum hugmyndum og fyrir gagnrýna umræðu um stefnur og strauma í skólastarfi. Ritið þjónar öllum skólastigum og birtir fjölbreytt efni; langar og stuttar greinar, fréttir, pistla og umræðugreinar. 

#menntaspjall

Undir myllumerkinu #menntaspjall deila kennarar hugmyndum sínum og verkefnum frá degi til dags.

Fræðsluskot

Fræðsluskot eru aðferðir eða hagnýt verkfæri fyrir alla kennara sem starfa í fjölmenningarlegu kennsluumhverfi.

Færni til framtíðar

Færni til framtíðar er handbók um örvun hreyfifærni barna úti í nánast umhverfi. Sabína Steinunn Med Íþróttafræðingur hefur unnið með hugmyndafræði sína í 10 ár með góðum árangri og miðlar hér þekkingu sinni.

Paxel123

Paxel123 er kennsluvefur með verkefni og leiki fyrir börn í leikskóla og fram til 10 ára aldurs. Vefurinn er hugarfóstur Önnu Margrétar Ólafsdóttur (annamagga60@gmail.com) leikskólastjóra í Nóaborg og hefur alla tíð verið bæði ókeypis og án auglýsinga.

Stærðfræðistofan

Við heitum Ásta og Bryndís og erum yngri barna kennarar í Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Við fengum styrk úr Þróunnarsjóði grunnskóla í Garðabæ veturinn 2015 -2016 til að búa þessa síðu.

Samtök um skólaþróun

Samtök áhugafólks um skólaþróun eru umræðu- og samstarfsvettvangur þeirra sem áhuga hafa á markvissri þróun skólastarfs, skólaumbótum og rannsóknum. Samtökin voru stofnuð á Selfossi 18. nóvember 2005.

Miðstöð útivistar og útináms

Miðstöð útivistar og útináms – Efnisveitan, verkfærakisur ofl. Miðstöð útivistar og útináms (MÚÚ) er miðlæg þekkingarstöð á sviði útivistar og útináms fyrir skóla- og frístundarstarf í Reykjavík.

Fræðslugáttin

Á vefnum er að finna rafrænt námsefni Menntamálastofnunar, upplýsingar um efni á vegum RÚV og ýmsar bjargir sem nýst geta skólasamfélaginu. Vefurinn er fyrst og fremst hugsaður sem stuðningur við kennara og skóla  en foreldrar og nemendur eiga einnig að geta fundið efni sem hentað getur fyrir heimanám og verkefni daglegs lífs.

Samsýning framhaldsskólanna

Á heimsíðu Samsýningar framhaldsskólanna má finna mikið af gagnlegu náms- og stuðningsefni, yfirlit helstu stuðningsaðila, hraðla og styrkja í íslenska frumkvöðlaumhverfinu, ásamt náms- og stuðningaefni á ensku. Þó heimasíðan sé aðallega hugsuð fyrir framhaldsskólastigið og frumkvöðla sem eru að stíga sín fyrstu skref, hentar hún vel fyrir grunnskólakennara sem vilja fræðast betur um umhverfið ofl…

Ýmsar spurningar og svör

Af vef mennta- og menningarmálaráðuneytis. Ýmsar spurningar – og svör – um allt milli himins og jarðar sem tengist skólum og frístundastarfi

 

Nýheimar þekkingarsetur

Nýheimar þekkingarsetur er samstarfshattur ólíkra stofnana sem starfa á sviði menntunar, menningar, nýsköpunar og rannsókna á Suðausturlandi.

Klifið – Skapandi Fræðslusetur

Klifið – Skapandi Fræðslusetur. Hlutverk Klifsins er að efla og hvetja einstaklinga til að tileinka sér skapandi hugsun og trú á eigin getu og þannig þróa með sér hæfni til þess að mæta þörfum framtíðarinnar.

Menntavarp

Menntavarp er hlaðvarp um menntamál, framtíðina, nám og kennslu. Umsjónarmaður er Ingvi Hrannar Ómarsson

ORÐALEIKUR - ORÐANÁM Í LEIKSKÓLA

Orðaleikur er námsefni fyrir börn af erlendum uppruna sem eru að læra íslensku sem annað mál en námsefnið getur nýst á fjölbreyttan hátt í leikskólastarfi og fyrir alla sem vilja læra einfaldar aðferðir til að efla orðanám barna. Námsefnið miðar að því að kenna grunnorðaforða íslenskunnar á fjölbreyttan hátt og mynda þannig krækjur til að kenna flóknari orð. Námsefnið er notendum að kostnaðarlausu.

SnjallVefjan

Ef þú glímir við námsörðugleika getur sjálfshjálparvefsíðan Snjallvefjan aðstoðað þig.

Þar finnur þú gagnleg forrit sem geta auðveldað lestur, hlustun, ritun og skipulag. Á vefsíðunni eru stutt kennslumyndbönd sem kynna hvert forrit og hvernig þú getur notað þau til stuðnings í námi þínu eða daglegu lífi.

Sterkari út í lífið

Markmið þessa verkefnis er að auka aðgengi foreldra að efni sem hægt er að nota heima við og styrkir sjálfsmynd. Þessu efni er ætlað að auðvelda samtöl um ýmislegt sem snertir styrkingu sjálfsmyndar barna og unglinga. Einnig er möguleiki fyrir kennara og annað fagfólk sem starfar með þessum hóp að nýta sér efnið. Reglulega mun bætast við greinasafn og verkfærakistur. Allt efni hvílir á traustum gagnreyndum grunni.

Miðja máls og læsis

Miðja máls og læsis er þekkingarteymi ráðgjafa sem fara á vettvang og veita kennurum og starfsfólki í skóla- og frístundastarfi stuðning, ráðgjöf og fræðslu. 

Markmið Miðju máls og læsis
– er að efla fagmennsku kennara og starfsfólks í skóla- og frístundastarfi með ráðgjöf, símenntun og stuðningi við markviss vinnubrögð með mál og læsi,
– er að tryggja aðgengi alls stafsfólks og kennara í skóla- og frístundastarfi að ráðgjöf og stuðningi við fagleg vinnubrögð með mál og læsi.

Rásin

Rásin er hlaðvarp á vegum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar þar sem rætt er við sérfræðinga og starfsfólk borgarinnar um margvísleg málefni er snúa að borgarbúum og þjónustu við þá. Markmið þáttanna er að veita innsýn í skóla- og frístundastarfið og þau málefni sem þar eru efst á baugi hverju sinni.

 Ýmsir gagnlegir tenglar

Atvinnuþróunarfélögin veita ráðgjöf við stofnun og rekstur fyrirtækja á starfssvæðinu, svo sem markaðssókn, vöruþróun, fjármögnun, kynningu, endurskipulagningu, erlend samskipti o.fl.

Enterprise Europe Network á Íslandi aðstoðar lítil og meðalstór fyrirtæki, við að komast á alþjóðamarkað gegnum stærsta viðskiptatengslanet heims.

Facebook síða Íslenskra frumkvöðla.

Festa — miðstöð um samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni.

Félag kvenna í atvinnulífinu.

Félag kvenna í nýsköpun, KVENN.

Framtíðarsetur Íslands. Ýmsar upplýsingar um framtíðaráskoranir, tækifæri og ógnir og aðferðir til að greina og móta framtíðina.

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu.

Frumkvöðlar í landbúnaði.

Fyrirtækjasmiðja Ungra frumkvöðla stofna nemendur og reka eigið fyrirtæki auk þess að vinna að viðskiptahugmynd á 13 vikna námskeiði sem miðar að því að efla skilning þeirra á fyrirtækjarekstri.

Hagstofan safnar tölulegum upplýsingum um íslenskt samfélag, vinnur úr þeim og miðlar til notenda. Miðlun hagtalna stuðlar að upplýstri þjóðfélagsumræðu og er grundvöllur lýðræðislegra ákvarðana.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Hugverkastofa sér um einkaleyfi, vörumerki, hönnunarvernd ofl.

Icelandic Startups er í eigu Origo, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Samtaka iðnaðarins og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Icelandic Startups veitir frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum á Íslandi stuðning, en félagið stendur meðal annars að viðskiptahraðlinum Startup Supernova sem er stökkpallur fyrir sprotafyrirtæki. Þá skipuleggur Icelandic Startups nýsköpunarverkefnin Gulleggið, Til sjávar og sveita, Startup orkidea, Snjallræði, Hringiðu og Firestarter.

Íslenski sjávarklasinn tengir saman fólk, fyrirtæki og sprota í bláa hagkerfinu með það að markmiði að koma hugmyndum í framkvæmd.

Karolina Fund. Hér finnur þú fjármögnun fyrir þínar hugmyndir.

Korka – Konur í nýsköpun og sprotafyrirtækjum. ww

MEMA – Menntamaskína – Nýsköpunarhraðall fyrir framhaldskólanema .

Mennta- og nýsköpunarsvið Samtaka atvinnulífsins vinnur að því að hækka menntunarstig fólks ásamt því að efla nýsköpunar- og rannsóknarumhverfi atvinnulífsins. Menntamál – Samtök atvinnulífsins

Samtök frumkvöðla og hugvitsmanna.

— Samtök iðnaðarins beita sér fyrir umbótum í menntun landsmanna þar sem stefnt er að því að menntakerfið leiði saman færni mannauðsins og þarfir atvinnulífsins á skilvirkan og hagkvæman hátt.

Skema. Fjölbreytt tækni- og forritunarnámskeið fyrir börn frá 6 ára aldri. Einnig námskeið fyrir kennara, – og fleira.

Startup Iceland. Startup Iceland is a resource for Founders and Entrepreneurs. Building a vibrant, sustainable and antifragile Startup Community in Iceland since 2009.

Stjórnvísi, sem er stærsta stjórnunarfélag á Íslandi, er opið öllum einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum sem hafa áhuga á stjórnun eins og stjórnendum, sérfræðingum, nemendum og öðrum áhugamönnum um stjórnun. 

Norrænt samstarf

NORA styrkir samstarf á Norður-atlantssvæðinu með það að markmiði að gera það að öflugu norrænu svæði, sem einkennist af sterkri sjálfbærri efnahagsþróun. Það er meðal annars gert með því að styðja samstarf í atvinnulífi og rannsókna- og þróunarstarf þvert á landamæri. NORA styrkir fjármögnun samstarfsverkefna, ef þau falla undir þau markmið sem lýst er í skipulagsáætluninni. Hægt er að sækja um styrki tvisvar á ári, í mars og október

Atvinnumál kvenna

Síðan 1991 hafa styrkir verið veittir til kvenna. Á hverju ári hefur verið úthlutað í kringum 15-20 milljónum í fjölbreytt verkefni víðsvegar um landið sem oft hafa skipt sköpum fyrir konurnar og hvatt þær áfram í sínum fyrirtækjarekstri.

Barnamenningarsjóður

Hlutverk Barnamenningarsjóðs er að fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi.

Frumkvæði

Frumkvæði er úrræði  Vinnumálastofnunar  fyrir þá sem eru á skrá og vilja skapa sér eigið starf og fara út í eigin rekstur. Í úrræðinu Frumkvæði eiga atvinnuleitendur kost á fræðslu og leiðsögn til að kanna möguleika og tækifæri á að búa til eigið starf.

Einkaleyfastyrkur

Einkaleyfastyrkir eru annars vegar til að undirbúa og skila inn forgangsréttarumsókn og hins vegar að undirbúa og skila inn umsókn í alþjóðlegt ferli.

Fyrirtækjastyrkur – Fræ/Þróunarfræ

Fræ er undirbúningsstyrkur til ungra frumkvöðlafyrirtækja eða einstaklinga og er sniðinn að verkefnum á hugmyndastigi eða á frumstigi í þróun afurðar.

Þróunarfræ er forkönnunarstyrkur til ungra frumkvöðlafyrirtækja og einstaklinga til að ráðast í þróunarsamvinnuverkefni. Hámarksstyrkur: 2.000.000 kr.

Hönnunarsjóður

Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja. Hlutverk Hönnunarsjóðs er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi

Íþróttasjóður

Styrkirnir eru ætlaðir íþrótta- og ungmennafélögum á landinu til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. Einnig eru styrkir til útbreiðslu- og fræðsluverkefna, að þessu sinni verður horft sérstaklega til verkefna sem stuðla að jafnrétti í íþróttum.

Jafnréttissjóður Íslands

Tilgangur Jafnréttissjóðs Íslands er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að stuðla að jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu.

Norræna Atlantsnefndin

Norræna Atlantsnefndin (NORA) veitir styrki til samstarfsverkefna er tengjast þróun atvinnulífs, nýsköpun og rannsóknasamstarfi á Grænlandi, Íslandi , Færeyjum og strand-Noregi.

Norræna menningargáttin

Hér eru birtar upplýsingar um hvernig hægt er að sækja um fjárhagsstuðning hjá hinu norræna samstarfi. Einnig er hægt að leita meðal styrkja okkar, auglýsinga og útboða til þess að finna þá fjármögnun eða annan stuðning sem hentar hverju verkefni fyrir sig.

Norræni menningarsjóðurinn

Hlutverk sjóðsins er að auka samstarf og styðja við þróun verkefna á sviði menningar á Norðurlöndunum.

Nýsköpunarsjóður námsmanna

Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunnnámi og námi á meistarastigi við háskóla til sumarvinnu að rannsókna- og þróunarverkefnum.

Nýsköpunarstyrkur

Nýsköpunarstyrkur hefur það að markmiði að auðvelda fyrirtækjum í nýsköpun og þróun að ráða fólk til starfa. Nýsköpunarstyrkur felur í sér þríhliða samning milli Vinnumálastofnunar, fyrirtækis og atvinnuleitanda um ráðningu í starf sem snýr að nýsköpun og þróun.

Rannís

Rannís veitir stuðning (ísl. og evrópskir styrkir) við rannsóknir og nýsköpun, menntun, menningu og listir og æskulýðsstarf og íþróttir.

Svanni

Svanni – lánatryggingasjóður kvenna veitir lánatryggingar til kvenna með góðar viðskiptahugmyndir. Eingöngu verkefni/fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna geta sótt um tryggingu og gerð er krafa um að í verkefninu felist nýsköpun/nýnæmi að einhverju marki.

Vinnustaðanámssjóður

Fyrirtæki og stofnanir vegna vinnustaðanáms nema í iðnnámi eða öðru námi á framhaldsskólastigi þar sem vinnustaðanám og starfsþjálfun er skilgreindur hluti námsins.  Markmið sjóðsins er að hvetja fyrirtæki og stofnanir til þess að taka við nemendum og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.

Æskulýðssjóður

Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Einkum er horft til verkefna sem eru unnin fyrir börn og ungmenn og/eða með virkri þátttöku þeirra, þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða, nýjungar og þróunarverkefni og samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Hverjir geta sótt um? Allir þeir sem eru í forsvari fyrir æskulýðsfélög og æskulýðssamtök.

 Ýmsir styrkir sem Arion banki er búinn að taka saman. Stuðningsumhverfi – Arion banki.

Þróunarsjóður Menntastefnu Reykjavíkurborgar. 

Leikskólum, grunnskólum, frístundamiðstöðvum og skólahljómsveitum í Reykjavík gefst kostur á að sækja um allt að 200 m.kr. til þróunar- og nýsköpunarverkefna skólaárið 2021-2022 frá skóla- og frístundaráði borgarinnar. 

Ertu með ábendingu um efni fyrir þessa síðu? Allar tillögur/ábendingar eru vel þegnar.