Hér eru listaðir upp nokkrir aðilar sem tengjast menntun og nýsköpunar- og frumkvöðlamennt en einnig aðilar sem tengjast íslenska frumkvöðlaumhverfinu, yfirlit styrkja ofl:
FabLab
Fab Lab er stytting á enska heitinu ,,fabrication laboratory” og er stundum kölluð stafræn smiðja á íslensku. Markmið með smiðjunum er að hvetja einstaklinga og frumkvöðla til að láta hugmyndir sínar verða að veruleika, skapa tækifæri til vinnu við frumgerðasmíð og vöruþróun með því að bjóða upp á aðgang að stafrænum framleiðslutækjum og búnaði af ýmsum toga…
Búnaðarbankinn
Búnaðarbanki skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur býður starfsfólki Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar upp á tveggja vikna útlán, án endurgjalds, á fjölbreyttum náms- og kennslugögnum. Starfsfólki á öllum stigum skólastarf sem og frístundastarfi SFS stendur til boða að skrá sig inn, panta þau gögn sem þeim líst á og sækja svo í Búnaðarbankann
Verkfærakistan
Verkfærakista Menntastefnu Reykjavíkurborgar. Hér eru mörg hundruð verkfæri – Fræðilegt, Ítarefni, Kveikjur, Myndbönd, Vefsvæði, Verkefni ofl. ofl
MIXTÚRA
Mixtúra er sköpunar- og upplýsingatækniver Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Þar er einnig starfrækt snillismiðja og fullbúið ljósmyndastúdíó. Búnaðarbanki SFS er til húsa í Mixtúru en þar býðst starfsfólki SFS fjölbreytt náms- og kennslugögn án endurgjalds.
Innoent.
Innoent. INNOENT á Íslandi hvetur ungt fólk til að koma eigin hugviti í framkvæmd með það að markmiði að efla sjálfbært skapandi samfélag. Aðalstarfsemi er í kringum Uppfinningaskólann ásamt námskeiðum fyrir kennara og aðra þá sem hafa áhuga á nýsköpunar- og frumkvöðlamennt.
Kennarinn.is
Kennarinn.is. Á vef Kennarans má finna margvíslegar upplýsingar er tengjast menntun á Íslandi, frá fyrstu skrefum barns hjá dagforeldrum til útskriftar á háskólastigi. Vefurinn er hugsaður fagaðilum, forsjáraðilum og nemendunum sjálfum til handagagns:
Skólaþræðir
Í Skólaþráðum eru birtar greinar um þróunar- og umbótastarf í skólum og fréttir af áhugaverðu skólastarfi. Ritinu er ætlað að vera vettvangur fyrir skólafólk til að miðla góðum hugmyndum og fyrir gagnrýna umræðu um stefnur og strauma í skólastarfi. Ritið þjónar öllum skólastigum og birtir fjölbreytt efni; langar og stuttar greinar, fréttir, pistla og umræðugreinar.
#menntaspjall
Undir myllumerkinu #menntaspjall deila kennarar hugmyndum sínum og verkefnum frá degi til dags.
Samsýning framhaldsskólanna
Á heimsíðu Samsýningar framhaldsskólanna má finna mikið af gagnlegu náms- og stuðningsefni, yfirlit helstu stuðningsaðila, hraðla og styrkja í íslenska frumkvöðlaumhverfinu, ásamt náms- og stuðningaefni á ensku. Þó heimasíðan sé aðallega hugsuð fyrir framhaldsskólastigið og frumkvöðla sem eru að stíga sín fyrstu skref, hentar hún vel fyrir grunnskólakennara sem vilja fræðast betur um umhverfið ofl…
Miðstöð útivistar og útináms
Miðstöð útivistar og útináms – Efnisveitan, verkfærakisur ofl. Miðstöð útivistar og útináms (MÚÚ) er miðlæg þekkingarstöð á sviði útivistar og útináms fyrir skóla- og frístundarstarf í Reykjavík.
Fræðslugáttin
Fræðslugátt Menntamálstofnunar inniheldur námsefni og bjargir til stuðnings við heimanám
Ýmsar spurningar og svör
Af vef mennta- og menningarmálaráðuneytis. Ýmsar spurningar – og svör – um allt milli himins og jarðar sem tengist skólum og frístundastarfi
Nýheimar þekkingarsetur
Nýheimar þekkingarsetur er samstarfshattur ólíkra stofnana sem starfa á sviði menntunar, menningar, nýsköpunar og rannsókna á Suðausturlandi.
Klifið – Skapandi Fræðslusetur
Klifið – Skapandi Fræðslusetur. Hlutverk Klifsins er að efla og hvetja einstaklinga til að tileinka sér skapandi hugsun og trú á eigin getu og þannig þróa með sér hæfni til þess að mæta þörfum framtíðarinnar.
Samtök um skólaþróun
Samtök áhugafólks um skólaþróun eru umræðu- og samstarfsvettvangur þeirra sem áhuga hafa á markvissri þróun skólastarfs, skólaumbótum og rannsóknum. Samtökin voru stofnuð á Selfossi 18. nóvember 2005.
Samtökin henta kennurum og öðru starfsfólki skóla, stjórnendum, kennsluráðgjöfum og kennaramenntunarfólki, sem og öðrum þeim sem áhuga hafa á að efla þátt virkra kennsluaðferða, sjálfstæðra viðfangsefna, skapandi starfs, samkennslu, teymiskennslu, heildstæðrar kennslu, samvinnunáms, einstaklingsmiðaðs náms og námsmats.
Menntavarp
Menntavarp er hlaðvarp um menntamál, framtíðina, nám og kennslu. Umsjónarmaður er Ingvi Hrannar Ómarsson
Ýmsir gagnlegir tenglar
— Facebook síða Íslenskra frumkvöðla.
— Festa — miðstöð um samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni.
— Félag kvenna í atvinnulífinu.
— Félag kvenna í nýsköpun, KVENN.
— Frumkvöðlar í ferðaþjónustu.
— Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
— Hugverkastofa sér um einkaleyfi, vörumerki, hönnunarvernd ofl.
— Karolina Fund. Hér finnur þú fjármögnun fyrir þínar hugmyndir.
— Korka – Konur í nýsköpun og sprotafyrirtækjum. ww
— MEMA – Menntamaskína – Nýsköpunarhraðall fyrir framhaldskólanema .
— Samtök frumkvöðla og hugvitsmanna.
— Stjórnvísi, sem er stærsta stjórnunarfélag á Íslandi, er opið öllum einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum sem hafa áhuga á stjórnun eins og stjórnendum, sérfræðingum, nemendum og öðrum áhugamönnum um stjórnun.
Norrænt samstarf
Fyrirtækjastyrkur – Fræ/Þróunarfræ
Þróunarfræ er forkönnunarstyrkur til ungra frumkvöðlafyrirtækja og einstaklinga til að ráðast í þróunarsamvinnuverkefni. Hámarksstyrkur: 2.000.000 kr.
Ýmsir styrkir sem Arion banki er búinn að taka saman. Stuðningsumhverfi – Arion banki.