Verndari Nýsköpunarkeppni grunnskólanna er forseti lýðveldisins, Guðni Th. Jóhannesson.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur samþykkt að vera verndari Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Tekur hann þar með við hlutverki fyrri forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, sem hefur verið verndari keppninnar undanfarin ár. Þökkum við kærlega fyrir þann ómetanlega stuðning.

Forseti Íslands gegnir lykilhlutverki í verðlaunaafhendingu keppninnar ár hvert, flytur hátíðarræðu þar sem hann hvetur þátttakendur til góðra verka og veitir innblástur til nýsköpunar jafnt hjá ungum sem öldnum. Forseti Íslands undirritar og afhendir verðlaunaskjöl og verðlaun NKG ár hvert og lýkur formlegri dagskrá með opnun á sýningu þátttakenda í vinnusmiðju NKG.