Ertu kennari í 5. – 7. bekk?

Viltu hoppa á nýsköpunarlestina og gefa þannig nemendum þínum tækifæri til koma fram með og vinna að eigin hugmyndum?  Eitt af markmiðun NKG er að virkja sköpunarkraft barna, gera þeim grein fyrir sköpunargáfu sinni og þroska hana í gegnum vinnu með eigin hugmyndir.  Það er einfalt og skemmtilegt að taka þátt. Þú þarft ekki að stinga þér á bólakaf – það er hægt að byrja smátt og einfalt. Sjá nánar á “Hvernig tengir þú NKG við skólastarfið“. Hafðu samband á nkg@nkg.is ef þú hefur spurningar eða vantar aðstoð. Þú getur einnig fengið heimsókn frá okkur, í skólann þinn – án endurgjalds

Hvernig fer NKG fram?

Undirbúningur fer fram í skólum landsins samhliða skólaárinu þar sem nemendur fá kennslu við að þróa verkefni á sínu áhugasviði, allt frá hugmyndum til veruleika. Þetta ferli virkjar sköpunarkraft nemenda í lausnamiðuðum hugsunarhætti og eykur sjálfstraust þeirra og frumkvæði.

NKG lýkur á vorin með vinnusmiðju þar sem þátttakendur í úrslitum fá tækifæri til að útfæra hugmyndir sínar frekar með aðstoð leiðbeinenda frá Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og annarra samstarfsaðila. Í kjölfarið er haldið lokahóf þar sem  forseti Íslands afhendir stórglæsileg verðlaun og viðurkenningarskjöl

VILJI – Hvatningarverðlaun NKG

Á hverju ári hlýtur kennari/kennarateymi nafnbótina „Nýsköpunarkennari/ar grunnskólanna árið 20xx“

Tilgangur VILJA er m.a. að hvetja kennara til dáða, til nýsköpunarkennslu. bæta gæði nýsköpunarkennslu og efla vitund um nýsköpunarmennt í grunnskólum landsins. Vilji er í boði Samtaka iðnaðarins.

Það er til mikils að vinna, bæði viðurkenning á starfi sínu, peningaverðlaun að fjárhæð 250.000kr. og tækifæri til að láta gott af sér leiða í þágu nýsköpunarmenntar á Íslandi.