Vinningshafar í NKG 2019 er eftirfarandi:

Fyrsta sæti

Anna Valgerður Árnadóttir og  Oliwia Huba með hugmynd sína Hafragrautaruppáhellari sem er Tímastilltur pottur til að elda hafragraut. Sett er vatn í pottinn og hráefni, tíminn stilltur. Pottur fer svo af stað, sýður vatnið og fer svo hráefnið sjálfkrafa saman við. Verðlaun: Hp fartölva að verðmæti 140 þús.

Annað sæti

Rakel Sara Þórisdóttir með hugmynd sína HækkaLækkar en það er fatahengi fyrir unga krakka sem ná ekki upp í fatahengi. Hægt að hækka og lækka fatahengið, með einu handartaki. Verðlaun: Samsung Galaxy S9  farsími að verðmæti 85.000 kr.

Þriðja sæti

Ásgeir Máni Ragnarsson með hugmynd sína Hólfið. Hólfið er hólfaskiptur vatnsbrúsi en honum er skipt niður í átta hólf. Það kemst 0,2 l í hvert hólf. Verðlaun: Samsung Galaxy A40  farsími að verðmæti 40.000 kr.

Tæknibikar Pauls

Helena Huld Hafsteinsdóttir og Hekla Karlsdóttir Roth hljóta viðurkenningu fyrir framúrskarandi tæknilega útfærslu með hugmynd sína Bílastopparinn. Bætt umferðaröryggi. Geisli og viðvörunarhljóð kemur upp, þegar/ef bilar fara yfir á rauðu ljósi. Verðlaun: Verðlaun: Samsung Galaxy A40  farsími að verðmæti 40.000 kr.

Samfélagsbikar NKG

Kristófer Bjarki Hafþórsson og Ívar Logi Jóhannsson hljóta viðurkenningu fyrir framúrskarandi samfélagslega nýsköpun með hugmynd sína Hjólastóll. Í þessum hjólastól er hægt að leggja niður bakið, svo hægt er liggja í hanum. Verðlaun: Samsung Galaxy A40  farsími að verðmæti 40.000

Forritunarbikar NKG

Kamilla Rós Gústafsdóttir og Ingunn Lilja Arnórsdóttir hljóta viðurkenningu fyrir framúrskarandi nýsköpun þar sem forritunar er þörf með hugmynd sína Stærðfræðitímaappið. Þegar börn eru búin að vera lengi í símanum kemur appið upp og börnin þurfa að leysa stærðfræðidæmi til að geta haldið áfram í símanum. Verðlaun: Samsung Galaxy A40  farsími að verðmæti 40.000 kr.

Umhverfisbikar  NKG

Karitas Ingvadóttir hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi samfélagslega nýsköpun með hugmynd sína Áfyllingurinn en það eru margnota áfylliflöskur til að kaupa sjampó og hárnæringu úr sérstökum vélumí búðum. Verðlaun: Samsung Galaxy A40  farsími að verðmæti 40.000

Hönnunarbikar NKG

Hera Sjöfn Bjartsdóttir hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi hönnun með hugmynd sína TannþráðsTannburstinn en það er tannbursti með tannþræði í skaftinu. Verðlaun: Samsung Galaxy A40  farsími að verðmæti 40.000 kr.

Eftirfarandi fá viðurkenningarskjal fyrir að komast í úrslit Nýsköpunarkeppninnar ásamt gjafabréfi í FAB LAB: verðmæti allt að 50.000 kr. Um er að ræða tveggja daga ferð í Fab Lab smiðju Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Vestmannaeyjum.Innifalið eru ferðir með Herjólfi, kennsla, efni, matur og gisting:

Rebekka Öxndal Ingibjörnsdóttir með hugmynd sína  Hnakkabelti

Anna Valgerður Árnadóttir og Oliwia Huba með hugmynd sína  Hafragrautaruppáhellari

Ásgeir Máni Ragnarsson með hugmynd sína  Hólfið

Birgir Orri Helgason með hugmynd sína  Húfuhaldarinn

Bríet Agnarsdóttir og Tinna Rós Halldórsdóttir með hugmynd sína  Stærðfræðikennsla

Guðlaug Björk Benediktsdóttir með hugmynd sína  Seglabókarmerki

Guðný Edda Einarsdóttir með hugmynd sína  Stressblýantur

Kamilla Rós Gústafsdóttir og Ingunn Lilja Arnórsdóttir með hugmynd sína  Stærðfræðitímaappið

Kristófer Bjarki Hafþórsson og Ívar Logi Jóhannsson með hugmynd sína  Hjólastóll

Eftirfarandi fá viðurkenningarskjal fyrir að komast í úrslit Nýsköpunarkeppninnar ásamt gjafabréfi í Háskóla unga fólksins 2020

Tanja Kristín Ragnarsdóttir og Elma Katrín Steingrímsdóttir  með hugmynd sína  Upphá ristavél

Helena Huld Hafsteinsdóttir og Hekla Karlsdóttir Roth með hugmynd sína  Bílastoppari

Karitas Ingvadóttir með hugmynd sína  Áfyllingurinn

Roksana Pawelczyk með hugmynd sína  Róla 2000xD

Sóley líf Konráðsdóttir  og Regína Lea Ólafsdóttir  með hugmynd sína  Tungumálspil

Eftirfarandi fá viðurkenningarskjal fyrir að komast í úrslit Nýsköpunarkeppninnar ásamt gjafabréfi í IKEA, að verðmæti 10.000 kr:

Birkir Snær Ólafsson og Christiaan Bragi Ragnarsson með hugmynd sína  Stafrófsbangsi

Ester Sól Jónsdóttir  með hugmynd sína  Gráturljós

Grímur Chunkuo Ólafsson með hugmynd sína  Bátakútar

Guðmundur Týr Haraldsson með hugmynd sína  Fuglaappið

Hera Sjöfn Bjartsdóttir með hugmynd sína  TannþráðsTannburstinn

Ingibjörg Njálsdóttir og Rakel Sara  með hugmynd sína  Leiðréttingarappið

Katla Huld Halldórsdóttir  og Henný Katrín Erlingsdóttir með hugmynd sína  Glansvaskur

Oliwia Daria  og Ragnheiður Kristinsdóttir  með hugmynd sína  Mikrapenni