Senda inn hugmynd

Hér getur þú sent okkur hugmyndina þína í gegnum netið eða prentað út umsókn og sent okkur í pósti.

Það eina sem þú þarft að gera er að senda þær upplýsingar sem beðið er um. Ef þú sendir umsókn inn rafrænt, þarftu að setja mynd af hugmyndinni þinni í viðhengi. Viðhengið getur verið mynd sem þú teiknar og tekur mynd af eða teikning sem gerð er í myndvinnsluforriti.

Þú mátt senda inn eins margar hugmyndir og þú vilt. Þetta geta bæði verið ný útfærsla að lausnum sem eru þegar til, eða alveg ný hugmynd.

Kíktu endilega á „Kveikjur að hugmyndum

Vinsamlega athugið að  ekki geta fleiri en tveir einstaklingar verið saman með eina hugmynd  þar sem það hentar alls ekki að fleiri séu að vinna saman á vinnustofunni.

Frestur til að skila inn hugmyndum rennur út  föstudaginn 19. apríl 2024, kl. 16:00

Umsóknarblöð skal senda á :

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Menntavísindasvið Háskóla Íslands,
Stakkahlíð, 105 Reykjavík

Allar hugmyndir eru velkomnar 🙂

Athugið hægt er að fylla skrifa inni í skjalið, í tölvunni. Góð regla er að kennari fylli inn, að minnsta kosti, nafn sitt, netfang, skóla og einnig kannski bekk, prenti það svo út og láti nemendur fá – Mjög mikilvægt er hafa netfang kennara rétt!