Senda inn hugmynd

Hér getur þú sent okkur hugmyndina þína í gegnum netið eða prentað út umsókn og sent okkur í pósti.

Það eina sem þú þarft að gera er að senda þær upplýsingar sem beðið er um. Ef þú sendir umsókn inn rafrænt, þarftu að setja mynd af hugmyndinni þinni í viðhengi. Viðhengið getur verið mynd sem þú teiknar og tekur mynd af eða teikning sem gerð er í myndvinnsluforriti.

Þú mátt senda inn eins margar hugmyndir og þú vilt. Þetta geta bæði verið ný útfærsla að lausnum sem eru þegar til, eða alveg ný hugmynd.

Kíktu endilega á „Kveikjur að hugmyndum

Frestur til að skila hugmyndum vegna skólaársins 2019-2020 rennur út föstudaginn 8. maí 2020, kl. 16:00.

Dómnefnd kemur saman þriðjudaginn 21. apríl kl. 10 – 14. Mikilvægt er því að þær hugmyndir sem sendar verða með pósti, séu sendar tímanlega svo þær hafi borist okkur fyrir mánudaginn 20. apríl. Ekki hika við að hafa samband ef þið sjáið fram á að lenda í vandræðum með þessa tímasetningu.

Vegna Covid19, verða vinnustofan og lokahófið ekki haldin í ár. Sjá nánar HÉR

Umsóknir skal senda á :

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Árleynir 2-8, 112 Reykjavík

Allar hugmyndir eru velkomnar 🙂

Athugið hægt er að fylla skrifa inni í skjalið(uppl. um nemendur), í tölvunni(Tvísmellið á línurnar). Góð regla er að kennari hali niður skjalinu, fylli inn, að minnsta kosti, nafn sitt, netfang og skóla, prenti það svo út og láti nemendur fá – Mjög mikilvægt er hafa netfang kennara rétt!

Umsóknarfrestur rennur út eftir:

Day(s)

:

Hour(s)

:

Minute(s)

:

Second(s)