Úrslit NKG 2021

Hægt er að ýta á nafn hugmyndar, til að sjá nánar um hana.

Að neðan má svo sjá lista yfir þær hugmyndir sem hefðu komist á vinnustofuna/úrslitin, ef hún hefði verið haldin. Það er um 40 nemendur sem  voru valdir, eftir heildarstigum dómnefndar.

Aðalverðlaun

Þau hljóta Ásta Maren Ólafsdóttir og Ásdís Elma Ágústsdóttir í 7. bekk Sandgerðisskóla, með hugmyndina Samanbrjótanlegur hjálmur. Þær hljóta að verðlaunum 50.000 kr. gjafabréf í ELKO ásamt verðlaunabikar og viðurkenningarskjali, undirritað af Guðna Th. Jóhannessyni, Forseta Íslands.

Lýsing hugmyndar: Þetta er hjálmur sem hægt er að brjóta saman svo að hann tekur minna pláss.
Kennari Ástu og Maríu er Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir. 

Mynd f.v: Eyjólfur B. Eyjólfsson, verkefnisstjóri NKG, Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, Ásdís Elma, Ásta Maren, Ragnheiður Alma og Hólmfríður Árnadóttir skólastjóri. Myndin var tekin þegar Eyjólfur veitti Ásdísi og Ástu, vegleg verðlaun og verðlaunagrip að viðstöddum kennurum, stjórnendum, aðstandendum og bæjarstjóra Suðurnesjabæjar.

Samfélagsbikar NKG

Svanhvít Sunneva Kristínardóttir í 6. bekk Seljaskóla, hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi samfélagslega nýsköpun, með hugmyndina Depression. Hún hlýtur að verðlaunum 25.000 kr. gjafabréf í ELKO ásamt viðurkenningarskjali, undirritað af Guðna Th. Jóhannessyni, Forseta Íslands

Lýsing hugmyndar: Forrit sem sendir manni tilkynningar og ábendingar, til að gera “daginn þinn bjartari“.
Kennari Svanhvítar er Eiríkur Hansson. 

Tæknibikar Pauls Jóhannssonar

Viktoría Fenger og Íris Eva Björnsdóttir í 6. bekk Hofsstaðskóla hljóta viðurkenningu fyrir framúrskarandi tæknilega útfærslu, með hugmyndina VaknaðuSjáðu vekjaraklukka. Þær hljóta báðar að verðlaunum 25.000 kr. gjafabréf í ELKO ásamt viðurkenningarskjali, undirritað af Guðna Th. Jóhannessyni, Forseta Íslands.

Lýsing hugmyndar: Vekjaraklukka sem, þegar hún hringir, lýsir hún á loftið/vegg dagskrá dagsins
Kennari Viktoríu og Írisar er Sædís S. Arndal. 

Umhverfisverðlaun NKG og Hugverkastofu

Saga Björgvinsdóttir í 5. bekk Grunnskólanum á Ísafirði hlýtur viðurkenningu fyrir umhverfisvæna nýsköpun, með hugmyndina Skinnskór. Hún hlýtur að verðlaunum 25.000 kr. gjafabréf í ELKO ásamt viðurkenningarskjali, undirritað af Guðna Th. Jóhannessyni, Forseta Íslands

Lýsing hugmyndar: Endurnýtt skíðaskinn, sem sett eru undir skó til að gefa betra grip í hálku.
Kennari Sögu er Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir. 

Fjármálabikar NKG og Arion banka

Baldur Tumi Einarsson í 7. bekk  Vesturbæjarskóla hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi nýsköpun sem tengist fjármálalæsi eða fjármálaþjónustu, með hugmyndina Viðbótarbankappið. Hann hlýtur að verðlaunum 25.000 kr. gjafabréf í ELKO ásamt viðurkenningarskjali, undirritað af Guðna Th. Jóhannessyni, Forseta Íslands.

Lýsing hugmyndar: Ef þú millifærir á einhvern geturðu valið að fá afganginn til baka eftir ákveðinn tíma.
Kennari Baldurs er Arna Björk H. Gunnarsdóttir 

Forritunarbikar NKG

Katla Maren Þorsteinsdóttir í 5. bekk Árskóla, hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi nýsköpun þar sem forritunar er þörf, með hugmyndina Allir lesa. Hún hlýtur að verðlaunum 25.000 kr. gjafabréf í ELKO ásamt viðurkenningarskjali, undirritað af Guðna Th. Jóhannessyni, Forseta Íslands.

Lýsing hugmyndar: Forrit sem leiðréttir mann ef lesið er vitlaust.
Kennari Kötlu er Hólmfríður D. Guðmundsdóttir 

Hönnunarbikar NKG

Elísabet María Gunnlaugsdóttir í 7. bekk Grunnskólanum á Ísafirði, hlýtur viðurkenningu fyrir framúrskarandi hönnun með hugmyndina Innstungudóterí. Hún hlýtur að verðlaunum 25.000 kr. gjafabréf í ELKO ásamt viðurkenningarskjali, undirritað af Guðna Th. Jóhannessyni, Forseta Íslands

Lýsing hugmyndar: Þú ýtir á innstunguna í veggnum og þá poppar út teningum með fleiri innstungum.
Kennari Elísabetar er Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir

Lista allra hugmynda sem hefðu komist á vinnustofuna/úrslitin, ef hún hefði verið haldin. Ýtið á nafn hugmyndar til að sjá nánar um hana:

Hugmynd Nafn nemenda Nafn hópfélaga Kennari Skóli bekkur
Allir lesa Katla Maren Þorsteinsdóttir     Hólmfríður D. Guðmundsdóttir Árskóla 5
Lýsing: Forrit sem leiðréttir mann ef lesið er vitlaust
Björgum krökkum frá drukknun Daníel Guðjónsson     Valdís Sigurvinsdóttir Grundaskóla 6
Lýsing: Loftpúðar sem settir eru í peysukragana
Depression Svanhvít Sunneva Kristínardóttir     Eiríkur Hansson Seljaskóla 6
Lýsing: Forrit sem sendir manni tilkynningar og ábendingar, til að gera “daginn þinn bjartari”
Dósalokari Rakel Sara Þórisdóttir     Eiríkur Hansson Seljaskóla 7
Lýsing: Getur lokað gosdósinni ef þú vilt ekki drekka meira úr henni
FerðaHettupeysuKoddi Benedikt Björn Benediktsson og Viktor Bjarki Ólafsson Hólmfríður D. Guðmundsdóttir Hofstaðaskóla 7
Lýsing: Hægt að blása upp hettuna og nota sem kodda
Hárburstasprey Kristín Indíana Káradóttir og Emma Ástrós  Stefánsdóttir Freyja Kristjánsdóttir Egilsstaðaskóla 5
Lýsing: Hárbursti með hárspreyi eða hárgelli, innan í
Hourless Elisa Miriam Damian og Evelina Dorozka Kristín Erla Ingimarsdóttir Flúðaskóla 7
Lýsing: Forrit sem stýrir hversu lengi barn getur verið í símanum og slekkur á öllum tilkynningum(notifications)
Hugmyndaappið Vilborg Elín Hafþórsdóttir og Frigg Fannarsdóttir Arna Björk H. Gunnarsdóttir Vesturbæjarskóla 6
Lýsing: Gefur þér hugmyndir til að gera eitthvað skemmtilegt
Hvað viltu gera Margrét Mjöll Sindradóttir og Soffía Rún Pálsdóttir Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir Grunnskólinn á Ísafirði 7
Lýsing: Forrit sem kemur upp með hugmyndir til að gera eitthvað skemmtilegt
Innstungudóterí Elísabet María Gunnlaugsdóttir     Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir Grunnskólinn á Ísafirði 7
Lýsing: Þú ýtir á innstunguna í veggnum og þá poppar út teningum með fleiri innstungum
Ljósastýrð skólabjalla Daníel Kári Kristinsson     Ólöf Ösp Halldórsdóttir og Teresa Björnsdóttir Stapaskóla 5
Lýsing: Grænt ljós í frímó, rautt þegar þær eru ekki
Lærum og leikum Sunna Dögg Björgvinsdóttir     Björg Gunnarsdóttir Smáraskóla 6
Lýsing: Forrit fyrir krakka til að leika og læra
NEON Elíana Júlía Erlendsdóttir og Alda Sif Jónsdóttir Eiríkur Hansson Seljaskóla 6
Lýsing: Hægt að kveikja ljós á sjálflýsandi kattaról
Nýir vinir Margrét Edda Pétursdóttir     Lóa Kristín Guðmundsdóttir Öldutúnsskóla 5
Lýsing: nemendur draga nafn leikfélaga upp úr hatti – og leika með honum í frímínútum
Póstskynjari Steinvör Íris Ingvadóttir og Una Björg Davíðsdóttir Magnús Valdimar Guðlaugsson Laugalækjarskóla 7
Lýsing: Skynari sem lætur símann/appið vita þegar póstur kemur
PrjónaApp Hildur Sara Björnsdóttir og Óliver Jökull Runólfsson Björg Gunnarsdóttir Smáraskóla 6
Lýsing: Forrit sem allskonar ráðum og myndböndum fyrir prjónaskap
Rafmagnsskápur Kristbjörg Jóna Gunnarsdóttir og Klara Elísabet Ragnarsdóttir Þórey Eiríksdóttir Brúarásskóla 5
Lýsing: Þetta er skápurinn þar sem þú geymir matinn þinn. Hægt er að stilla hvenær hann á að opnast með appi.
Rennitól Bergþór Hrafnsson     Telma Ýr Birgisdóttir Smáraskóla 5
Lýsing: Snúrurnar á heyrnatólunum eru sem rennilás
Samanbrjótanlegur hjálmur Ásta Maren Ólafsdóttir og Ásdís Elma Ágústsdóttir Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir Sandgerðisskóla 7
Lýsing: Þetta er hjálmur sem hægt er að brjóta saman svo að hann tekur minna pláss
Skinnskór Saga Björgvinsdóttir     Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir Grunnskólinn á Ísafirði 5
Lýsing: Endurnýtt skíðaskinn, sem sett eru undir skó
Skóklípan Mikael Carlo Sigurðsson     Andri Snær Þorvaldsson Brúarskóla – Vesturhlíð 5
Lýsing: SKóhorn með innbyggðri klípitöng
Teikniappið Yrsa Róbertsdóttir og Nína Ágústsdóttir Arna Björk H. Gunnarsdóttir Vesturbæjarskóla 6
Lýsing: App sem kennir manni að teikna
VaknaðuSjáðu vekjaraklukka Viktoría Fenger og Íris Eva Björnsdóttir Sædís S. Arndal Hofsstaðskóla 6
Lýsing: þegar hún hringir, lýsir hún á loftið/vegg dagskrá dagsins
Vekjaramotta Lukka Gautadóttir og Eva Gabríela Veigarsdóttir Magnús Valdimar Guðlaugsson Laugalækjarskóla 7
Lýsing: Þarft að fara á fætur og stíga á mottuna til að slökkva á vekjaraklukkunni
Viðbótarbankaappið Baldur Tumi Einarsson     Arna Björk H. Gunnarsdóttir Vesturbæjarskóla 6
Lýsing: Ef þú millifærir á einhvern geturðu valið að fá afganginn til baka eftir ákveðinn tíma
Vinaappið Davíð Rafn Árnason     Arna Björk H. Gunnarsdóttir Vesturbæjarskóla 6
Lýsing: Forrit þar sem þú merki við hvað/hvar/hvenær þú ert að leika
Þú litar app Embla Fönn Freysdóttir     Guðrún Gyða Franklín Sjálandsskóla 5
Lýsing: Forrit sem hjálpar þér að verða betri teiknari