VILJI – Hvatningarverðlaun NKG 2024 

Á hverju ári hlýtur kennari/kennarateymi nafnbótina „ Nýsköpunarkennari/ar grunnskólanna árið 20xx“ ásamt verðlaunum að fjárhæð 150.000kr

VILJI – Hvatningarverðlaun NKG er í boði Samtaka iðnaðarins (SI) en þau leggja áherslu á menntamál til að stuðla að bættu aðgengi fyrirtækja að hæfum starfskrafti.  Við hjá NKG erum stolt að hafa svo sterka bakhjarla sem Si eru. Við teljum að bætt tengsl og aðkomu fyrirtækja að keppninni, mikilvægan þátt í uppbyggingu NKG og nýsköpunarmenntar á Íslandi og að hlusta þurfi á atvinnulífið til að fá fram hvernig þau telja að haga skuli menntun(og/eða áherslum) til að undirbúa nemendur, fyrir framtíðarstörfin. Við þökkum SI kærlega fyrir þennan frábæra stuðning.

  Tilgangur Vilja

  • Hvetja kennara til dáða, með viðurkenningu á framlagi þeirra, til nýsköpunarkennslu.
  • Draga fram, deila aðferðum og hugmyndum sem efla sköpunargáfu nemenda í ferlinu frá hugmynd til framkvæmdar og hvetja til þátttöku í NKG.
  • Bæta gæði nýsköpunarkennslu.
  • Efla vitund um nýsköpunarmennt í grunnskólum landsins.

  Í aðalnámskránni er sköpun er einn grunnþáttunum í menntun íslenskra skólabarna.

 Viðmið VILJA verða m.a. gæði og fjölbreytileiki við innleiðingu á nýsköpunarmennt, nýsköpun í skipulagi og hönnun, þátttaka í NKG, tenging við nærumhverfi og aðrir þættir sem verða til hliðsjónar vali á verðlaunahafa hvers árs.

 Við hvetjum kennara til að sækja um, hér að neðan –  Umsóknarfrestur rennur út miðvikudaginn 15. maí 2024, kl. 23:59.

Það er til mikils að vinna, bæði viðurkenning á starfi þínu, peningaverðlaun að fjárhæð allt að 150.000kr. (þau geta deilst niður á fleiri en einn kennara) og tækifæri til að láta gott af sér leiða í þágu nýsköpunarmenntar á Íslandi.

Vilji - Hvatningarverðlaun NKG 2024