Ertu í 5. – 7. bekk í grunnskóla og lumar á góðri hugmynd?

Þá getur þú tekið þátt í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Það má senda inn eins margar hugmyndir og þú vilt, til dæmis hugmyndir sem leysa vandamál eða aðrar hugmyndir að hlutum sem gera lífið auðveldara og skemmtilegra.

Það geta bæði verið hugmyndir sem eru þegar til, með þínum úrbótum og lagfæringum eða alveg ný hugmynd að vöru eða lausn sem hefur aldrei áður verið til.

Þegar umsóknarfresti líkur, fer dómnefnd yfir hugmyndirnar og velur um 40 hugmyndir, sem komast í vinnustofuna sem er úrslitakeppni NKG.

Stórglæsileg verðlaun bíða sigurvegaranna.

Allar hugmyndir eru velkomnar 🙂