NKG 2012 – nöfn vinningshafa

Verðlaunahafar NKG 2012 ásamt Katrínu Jakobsdóttir, Mennta- og menningarmálaráðherra.

Tólf hugmyndir fengu vegleg verðlaun í fjórum flokkum en sigurvegarar voru:

Landbúnaður: Kristinn Knörr Jóhannesson, Grunnskólanum austan vatna varð hlutskarpastur en hann kynnti fjármerkjaskanna sem nota má til að staðsetja sauðfé með gps tækni.

Tölvur og tölvuleikir:  María Jóngerð Gunnlaugsdóttir, Egilsstaðaskóla, en henni datt í hug að tölvugerður kennsluleikur um líkamann myndi auka áhuga nemenda á náttúrufræði.

Uppfinningar: Óttar Egill Arnarsson, Hofsstaðaskóla hlaut fyrstu verðlaun fyrir „Beltisbíl” sem ætlað er að auka öryggi í umferðinni þar sem hann getur ekki verið í gangi nema allir farþegar séu í öryggisbelti.

Útlits- og formhönnun: Ægir Örn Kristjánsson úr Hofsstaðaskóla hannaði „Plastver” sem er varnarkassi úr plasti fyrir flugeldaskotkökur þannig að hægt sé að draga úr hættu við sprengingu þeirra.