NÁMS- OG STUÐNINGSEFNI
paGlærur fyrir kennara
Hér eru nokkrar Power point glærur sem kennarar geta notað, bæði fyrir sjálfa sig en einnig til að nota í skólastofunni þegar farið er af stað í hugmyndavinnuna, með nemendum.
Glærurnar er hugsaðar fyrir yngri bekkina en þær geta sannarlega einnig gagnast þeim eldri. Hægt er að hala glærunum niður – og breytið svo og bætið að vild. Takið t.d. eitthvað út (það er töluverður texti á sumum glærunum) eða bætið öðru við, eins og ykkar hentar.
Athugasemdir eru vel þegnar og ef þið hafið hugmyndir að öðrum glærum, megið þið endilega senda beiðni inn um það (og ábendingar), hér neðst á síðunni.
Nánari uppl. og aðstoð veitir Eyjólfur: nkg@nkg.is
Hvernig getur þú hjálpað nemendum þínum að fá hugmyndir og eða vinna áfram með þær og betrumbæta?
Hér að neðan má nálgast ýmislegt kennslu- og stuðningsefni í nýsköpunarmennt sem nýtist vel. Hér er áherslan á fyrstu stig nýsköpunar, þ.e. hvernig þú getur hjálpað nemendum þínum að fá hugmyndir sem leysa raunveruleg vandamál eða áskoranir.
Orðaspjöld
Prentið öðru megin og klippið út. Látið svo nemendur draga 3 spjöld sem þau nota til búa til hugmynd. Nota skal 1 orð af hverju spjaldi.
Gott er að hafa nokkra nemendur saman í hóp svo þau geti nýtt sameiginlegt ímyndunarafl til að koma fram með hugmynd úr spjöldunum þremur.
Hægt að blanda saman við myndaspjöldin.
Myndaspjöld
Prentið öðru megin og klippið út. Látið svo nemendur draga 3 spjöld sem þau nota til búa til hugmynd. Gott er að hafa nokkra nemendur saman í hóp svo þau geti nýtt sameiginlegt ímyndunarafl til að koma fram með hugmynd úr spjöldunum þremur.
Hægt að blanda saman við orðaspjöldin.
Hvar liggja hæfileikar þínir?
Hér er vinnublað sem hægt er að láta nemendur vinna í, til að þau átti sig á styrkleikum sínum, sem tengist oft áhugamálum þeirra. Gott er að reyna að koma fram með hugmynd sem tengist þessu. Einnig er þetta gott fyrir kennara til að velja saman í hóp en best er að hópurinn sé samansettur af einstaklingum með fjölbreytta styrkleika og hæfni.
Hvernig er hægt að fá góða og gagnlega hugmynd?
Gott er að finna raunveruleg vandamál eða áskoranir til að reyna að leysa. Hér að neðan eru nokkur skjöl, til útprentunar, sem hjálpa til við það. 3 útgáfur eru af tveimur þeirra, sem miðast við orðaforða og skilning barna tveggja aldurshópa. Eintak er svo fyrir fyrir kennara(og forráðamenn). Opnið kassana og ýtið svo á textann til að fá skjalið upp:
10 leiðir að góðum hugmyndum (5. - 7. b.)
Með því að skoða þig um kynnist þú umhverfinu þínu betur og kannski sérðu eitthvað sem hægt er að bæta.
10 leiðir að góðum hugmyndum (8. - 10. b.)
Með því að skoða þig um kynnist þú umhverfinu þínu betur og kannski sérðu eitthvað sem hægt er að bæta.
Ferðaþjónusta, nærumhverfið og nýsköpun (kennarar)
Vinnuskjal - Nokkrir punktar til stuðnings. Markhópar íslenskrar ferðaþjónustu, Sex lykilþættir hinnar íslensku upplifunar, Nærsamfélagið, ferðaþjónusta og nýsköpun
Nærsamfélagið og Heimsmarkmiðin (5. - 7. b.)
Til að fá góða og gagnlega hugmynd sem getur bætt samfélagið getur verið gott að skoða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og sjá þar þau vandamál sem eru til staðar í kringum okkur. Ert þú með einhverja hugmynd sem gæti leyst eitthvert vandamálanna eða veistu um annað vandamál sem tengist einhverju markmiðana?
Nærsamfélagið og Heimsmarkmiðin (8. - 10. b.)
Til að fá góða og gagnlega hugmynd sem getur bætt samfélagið getur verið gott að skoða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og sjá þar þau vandamál sem eru til staðar í kringum okkur. Ert þú með einhverja hugmynd sem gæti leyst eitthvert vandamálanna eða veistu um annað vandamál sem tengist einhverju markmiðana?
Nærsamfélagið og Heimsmarkmiðin (kennarar)
Til að fá góða og gagnlega hugmynd sem getur bætt samfélagið getur verið gott að skoða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og sjá þar þau vandamál sem eru til staðar í kringum okkur. Ert þú með einhverja hugmynd sem gæti leyst eitthvert vandamálanna eða veistu um annað vandamál sem tengist einhverju markmiðana?
Nærsamfélagið og nýsköpun (5. - 7. b.)
Margar leiðir eru færar til að fá hugmyndir, sem geta gagnast hverfinu, bænum, borginni
sem þú býrð í eða næsta nágrenni. Hér eru nokkrar:
Nærsamfélagið og nýsköpun (8. - 10. b.)
Margar leiðir eru færar til að fá hugmyndir, sem geta gagnast hverfinu, bænum, borginni
sem þú býrð í eða næsta nágrenni. Hér eru nokkrar:
Nærsamfélagið og nýsköpun (kennarar)
Margar leiðir eru færar til að fá hugmyndir, sem geta gagnast hverfinu, bænum, borginni
sem þú býrð í eða næsta nágrenni. Hér eru nokkrar:
Kennslubók: Að hugleiða framtíðir
Kennslubókin, Að hugleiða framtíðir, er hönnuð bæði fyrir nemendur og kennara, til að hjálpa yngri kynslóðunum að sjá fyrir og hafa áhrif á framtíðina. Þessi gagnvirka, skemmtilega og grípandi vinnubók mun opna augu þín, fyrir mörgum mögulegum og óvæntum framtíðum. Bókin, skipt í sextán viðráðanlegar æfingar, nokkurskonar leiki. Styður skapandi og gagnrýna hugsun ungs fólks.
Þessi bók er hreint kjörin til að tengja nýsköpun við framtíðarfræðina og leyfa þannig unga fólkinu að huga að framtíðinni, hvernig þau vilji sjá hana fyrir sér og taka þátt í mótun hennar.
Hægt er að nálgast bókina ásamt leiðbeiningum og viðbótarefni, gjaldfrjálst hér að neðan en einnig er hægt að kaupa hana á Amazon
Skólar og aðrir hópar geta fengið afslátt ef keypt eru mörg eintök með því að hafa samband við Karl Friðriksson hjá Framtíðarsetri Íslands á karlf@framtidarsetur.is. Hann veitir einnig allar nánari upplýsingar.
Verkefnið Skapandi námssamfélag fékk styrk úr þróunarsjóði Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar „Látum draumana rætast“. Sjóðurinn gerði snillingunum í Fab Lab Reykjavík kleift að þróa fjölbreytt kennsluefni sem styðja við nýsköpunarmennt og skapandi skólastarf. Á heimasíðu þeirra má nálgast allt efnið ásamt frábærum leiðbeiningumfyrir þrívíddaraprentara, geislaskera og vínilskera.
Fab Lab Reykjavík er staðsett í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og er hluti af skapandi samfélagi Breiðholts. Með öflugu samstarfi hefur Fab Lab Reykjavík vaxið og hefur nú fjóra starfsmenn sem styðja við sköpunarkraft borgarbúa, þróa nýsköpunarhugmyndir og efla tæknilæsi.
Aðrar síður og efni
Hér eru nokkrar síður sem tengjast nýsköpunarmennt.