NÁMS- OG STUÐNINGSEFNI

Hvernig getur þú hjálpað nemendum þínum að fá hugmyndir og eða vinna áfram með þær og betrumbæta?

Hér að neðan má nálgast ýmislegt kennslu- og stuðningsefni í nýsköpunarmennt sem nýtist vel. Hér er áherslan á fyrstu stig nýsköpunar, þ.e. hvernig þú getur hjálpað nemendum þínum að fá hugmyndir sem leysa raunveruleg vandamál eða áskoranir. Í stuttu máli er ferlið svona(efnið er tekið í Næsta stig – nýsköpun og frumkvöðlafræði):

1. Æfingar – samvinna – hópefli 

2. Uppgvötunarstigið – Á þessu stigi er komið að því að fara út og kanna umhverfið af forvitni og finna þannig hugsanleg umfjöllunarefni sem hægt er að nota í skrefunum fjórum Þess vegna snýst það um að leiða huga nemenda að því samfélagi sem við búum í og hvaða möguleikum og áskorunum við stöndum frammi fyrir

3. Hugmyndastigið. – Nú eruð þið komin að hugmyndastiginu þar sem á að búa til nýjar hugmyndir, velja úr þeim og þróa þær áfram. Gott er að nota hugmyndakortin á þessu stigi.

 4. Af hugmyndastiginu. Ef ætlunin er að láta nemendur vinna meira með hugmyndina er fínt að styðjast við kennsluleiðbeiningar með “Vertu þinn eigin yfirmaður”. Hægt er að láta nemendur vinna í öllu heftinu eða einhverja hluta þess. Nemendaheftið má nálgast hér að neðan, undir rafrænar námsbækur. 

Æfingar-samvinna-hópefli

Þessi hluti byrjar því á upphitunaræfingum sem auka hæfni nemenda í samvinnu og skapandi hugsun svo þeir geri sér betur grein fyrir því hvernig slík vinna fer fram er áður en byrjað er á ferlinu sjálfu Markmiðið með æfingunum er að koma þátttakendum í rétta gírinn, bæði líkamlega og andlega

Uppgvötunarstigið

Á þessu stigi er komið að því að fara út og kanna umhverfið af forvitni og finna þannig hugsanleg umfjöllunarefni sem hægt er að nota í skrefunum fjórum Þess vegna snýst það um að leiða huga nemenda að því samfélagi sem við búum í og hvaða möguleikum og áskorunum við stöndum frammi fyrir

Hugmyndastigið

Nú eruð þið komin að hugmyndastiginu þar sem á að búa til nýjar hugmyndir, velja úr þeim og þróa þær áfram. Gott er að nota hugmyndakortin á þessu stigi.

Af hugmyndastiginu

“Kennsluleiðbeiningar með “Vertu þinn eigin yfirmaður sem er námsefni í nýsköpun og frumkvöðlafræði fyrir miðstig grunnskóla. Efnið er samstarfsverkefni Menntamálastofnunar, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og NKG Nýsköpunarkeppni grunnskólanna.
Kennsluleiðbeiningarnar eru gefnar út sem rafbók á vef Menntamálastofnunar og þaðan má hlaða þeim niður sem pdf-skjali.

Ýmislegt efni til útprentunar

Nýsköpun - hugmyndavinna

Vinnublað sem gott er að nota fyrir hugmyndavinnuna. Hér þurfa nemendur að draga ýmsa þætti hugmyndarinnar fram og velta þeim fyrir sér. Fínt er ef kennarar og/eða forráðamenn geti aðstoðað börnin hér.

Hvar liggja hæfileikar þínir?

Hér er vinnublað sem hægt er að láta nemendur vinna í, til að þau átti sig á styrkleikum sínum, sem tengist oft áhugamálum þeirra. Gott er að reyna að koma fram með hugmynd sem tengist þessu. Einnig er þetta gott fyrir kennara til að velja saman í hóp en best er að hópurinn sé samansettur af einstaklingum með fjölbreytta styrkleika og hæfni.

Myndaspjöld

Prentið öðru megin og klippið út. Látið svo nemendur draga 3 spjöld sem þau nota til búa til hugmynd. Gott er að hafa nokkra nemendur saman í hóp svo þau geti nýtt sameiginlegt ímyndunarafl til að koma fram með hugmynd úr spjöldunum þremur.

Hægt að blanda saman við orðaspjöldin.

Sýnishorn - hugmyndavinna fyrir forrit

Sýnishorn af strætóappinu. Fínt að sýna þeim nemendum, sem hafa hugmynd sem tengist forritun, þetta til að sýna uppbyggingu þeirra.

Orðaspjöld

Prentið öðru megin og klippið út. Látið svo nemendur draga 3 spjöld sem þau nota til búa til hugmynd. Nota skal 1 orð af hverju spjaldi.

Gott er að hafa nokkra nemendur saman í hóp svo þau geti nýtt sameiginlegt ímyndunarafl til að koma fram með hugmynd úr spjöldunum þremur.
Hægt að blanda saman við myndaspjöldin.

Vinnublað - hugmyndavinna fyrir forrit

Hér er hægt að teikna upp forritið og ubbyggingu þess. Fínt að nota sýnishorn af strætóappinu til hliðsjónar

Hvernig fær maður góða og gagnlega hugmynd? 

Gott er að finna raunveruleg vandamál eða áskoranir til að reyna að leysa. Hér að neðan eru nokkur skjöl, til útprentunar, sem hjálpa til við það. 3 útgáfur eru af tveimur þeirra, sem miðast við orðaforða og skilning barna tveggja aldurshópa. Eintak er svo fyrir fyrir kennara(og forráðamenn) 

10 leiðir að góðum hugmyndum (5. - 7. b.)

Með því að skoða þig um kynnist þú umhverfinu þínu betur og kannski sérðu eitthvað sem hægt er að bæta. 

10 leiðir að góðum hugmyndum (8. - 10. b.)

Með því að skoða þig um kynnist þú umhverfinu þínu betur og kannski sérðu eitthvað sem hægt er að bæta. 

Nærsamfélagið og Heimsmarkmiðin (5. - 7. b.)

Til að fá góða og gagnlega hugmynd sem getur bætt samfélagið getur verið gott að skoða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og sjá þar þau vandamál sem eru til staðar í kringum okkur. Ert þú með einhverja hugmynd sem gæti leyst eitthvert vandamálanna eða veistu um annað vandamál sem tengist einhverju markmiðana?

 

Nærsamfélagið og Heimsmarkmiðin (8. - 10. b.)

Til að fá góða og gagnlega hugmynd sem getur bætt samfélagið getur verið gott að skoða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og sjá þar þau vandamál sem eru til staðar í kringum okkur. Ert þú með einhverja hugmynd sem gæti leyst eitthvert vandamálanna eða veistu um annað vandamál sem tengist einhverju markmiðana?

 

Nærsamfélagið og Heimsmarkmiðin (kennarar)

Til að fá góða og gagnlega hugmynd sem getur bætt samfélagið getur verið gott að skoða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og sjá þar þau vandamál sem eru til staðar í kringum okkur. Ert þú með einhverja hugmynd sem gæti leyst eitthvert vandamálanna eða veistu um annað vandamál sem tengist einhverju markmiðana?

 

Nærsamfélagið og nýsköpun (5. - 7. b.)

Margar leiðir eru færar til að fá hugmyndir, sem geta gagnast hverfinu, bænum, borginni
sem þú býrð í eða næsta nágrenni. Hér eru nokkrar:

 

Nærsamfélagið og nýsköpun (8. - 10. b.)

Margar leiðir eru færar til að fá hugmyndir, sem geta gagnast hverfinu, bænum, borginni
sem þú býrð í eða næsta nágrenni. Hér eru nokkrar:

 

Nærsamfélagið og nýsköpun (kennarar)

Margar leiðir eru færar til að fá hugmyndir, sem geta gagnast hverfinu, bænum, borginni
sem þú býrð í eða næsta nágrenni. Hér eru nokkrar:

 

Rafrænar námsbækur

Hér eru nokkrar bækur/hefti í nýsköpunarmennt.

Kennarasíða: Ertu með ábendingu um efni fyrir þessa síðu? Allar tillögur/ábendingar eru vel þegnar.