Kveikjum neistann

NKG+ býður upp á nýja viðbót í nýsköpunarmenntun!

NKG+ er spennandi ný keppni sem ætluð er nemendum í 8.–10. bekk og byggir á vel heppnuðum grunni NKG hugmyndasamkeppninnar. Markmiðið er að nýsköpunin fái enn stærra rými með því að bæta við frumgerðarvinnu, þar sem nemendur fá tækifæri til að láta hugmyndir sínar lifna við í raunheimum. Verkefnið er einstakt tækifæri fyrir nemendur og skóla til að kafa dýpra í skapandi ferli, tækni og lausnamiðað nám.

Við hvetjum skóla um allt land til að taka þátt í þessari vegferð og bjóða upp á nýsköpunaráfanga skólaárið 2025–2026. Hér á síðunni má finna dæmi um hvernig slíkur áfangi getur verið byggður upp, auk stuðnings fyrir kennara sem vilja hrinda þessu í framkvæmd. Ekki hika við að hafa samband við okkur á nkg@nkg.is eða sveinnbjarki@hi.is – við erum hér til að styðja ykkur í að kveikja neistann í næstu kynslóð nýsköpunarfólks!

NKG+

Dæmi um nýsköpunar val á unglingastigi grunnskóla 

Uppbygging á nýsköpunar- og tæknikeppni grunnskóla 2025 fyrir nemendur í 8. til 10.bekk.

Yfirlit

Námsáfanginn tekur u.þ.b. 4-9 mánuði og er skipulagður í fjögur meginþrep auk NKG+.  Skil í NKG+ er í mars/apríl 2025. 

  1. Inngangur og fræðsla 
  2. Hugmyndavinna og hönnunarferli
  3. Framleiðsla og þróun
  4. Kynning og keppni
  5. Nýsköpunar & tæknikeppni grunnskóla

 

1. Inngangur og fræðsla (1-2 mánuðir)

Markmið:

  • Kynna fyrir nemendum hugmyndum um nýsköpun, frumkvöðlafræði og hönnunarhugsun (design thinking).
  • Skapa áhuga og skilning á ferlinu.

Viðfangsefni:

  • Hvað er nýsköpun
  • Kynning á hönnunarhugsun og hönnunarferli.
  •  Verkefni þar sem nemendur rannsaka dæmi um nýsköpun og frumkvöðla.
  • Heimsóknir/myndbönd frá innlendum frumkvöðlum og nýsköpunarfyrirtækjum.

 2. Hugmyndavinna og hönnunarferli (3-4 mánuðir)

 Markmið:

  • Þróa og móta hugmyndir.
  • Rannsaka og þarfagreina markaðinn.

Viðfangsefni:

  • Sköpunarverkefni þar sem nemendur koma með hugmyndir að vörum eða lausnum.
  • Rannsóknarverkefni þar sem nemendur greina þarfir markaðarins.
  • Einstaklings eða hópavinna til að þróa hugmyndir og búa til fyrstu frumgerðir.
  • Notkun á hönnunarhugsun til að endurskoða og betrumbæta hugmyndir.

3. Framleiðsla og þróun (2-3 mánuðir)

Markmið:

Búa til frumgerðir og þróa hugmyndir áfram með aðstoð sérfræðinga*.

Viðfangsefni:

  • Smíðaverkefni þar sem nemendur búa til MVP (minimum viable product).
  • Tilraunir og prófanir á frumgerðum.
  • Endurgjöf og endurbætur á vörum.

4. Kynning og keppni (1-2 mánuðir)

Markmið:

  • Kynna hugmyndir og vörur.
    • Framsetning getur verið frjáls en markmið og innihald skýrt.
  • Skipulagning keppni og samsýningar.
  •  Senda inn hugmynd og frumgerð …þeir sem vilja taka þátt í NKG+.

Viðfangsefni:

  • Undirbúningur fyrir kynningar og sýningar. 
    • Hugið að eftirfarandi
      • Lýsing á  vörunni/vörunum eða þjónustunni
      • Hvaða þörf eða vandamál á að uppfylla/leysa
      • Hverjir eru viðskiptavinirnir, markhópur
      • Heiti á vöru
      • Hvað á fyrirtækið á að heita
      • Slagorð
      • Merki
  • Kynningar æfingar: lyftu/sölukynning, Hraðstefnumót, Shark Tank … 

 Lokaverkefni og verðlaun

  • Nemendur kynna hugmyndir sínar á samsýningu innan skólans eða skólahverfi/umdæmi
  • Veitt eru verðlaun fyrir bestu hugmyndirnar í mismunandi flokkum (t.d. tæknilausnir, samfélagslausnir).

 

Lokakeppni NKG+ 2026

Þeir sem senda inn hugmynd og frumgerð eiga möguleika á að vera valdir í lokakeppni NKG+. Þeir sem komast í úrslit er boðið í 3 daga vinnubúðir. Þar taka á móti nemendum sérfræðingar frá Háskólanum sem vinna en frekar með hugmyndir nemenda. Nemendur fá kennslu í framsögn og markaðstækni. Þetta endar svo í Ljónagrifjunni (Shark Tank) þar sem nemendur kynna vöruna sína, markhóp og vörumerki fyrir framan sérfræðinga frá Háskólanum, fulltrúa atvinnulífins og dómara NKG+. Að þessu loknu er lokhóf NKG og NKG+ þar sem forseti Íslands afhendir verðlaun og formleg opnun á samsýningu NKG og NKG+.