Hér er listi(í stafrófsröð) fyrirtækja og aðila sem vinna að, eða eru tengdir, skapandi skólastarfi, nýsköpunar- og/eða frumkvöðlamennt, forritun barna ofl. Endilega komið með ábendingar um aðra aðila sem eiga heima á þessum lista.

Aðrir aðilar

Fablab.  Í Fab Lab smiðjum eru kennd undirstöðuatriði stafrænnar framleiðslutækni; frá þrívíddarhönnun, til framleiðslu hluta og forritunar með hjálp tölvustýrðra tækja og tóla. Kennarar, leiðbeinendur og nemendur eru þjálfaðir til að koma stafrænni framleiðslutækni enn betur inn í skólakerfið og skapa aukin tækifæri fyrir ungt fólk til að tileinka sér færni 21. aldarinnar.

Félag kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt (FNF) : FNF er félag kennara og áhugafólks um nýsköpunar- og frumkvöðlamennt.

Innoent:  Aðalstarfsemi er í kringum Uppfinningaskólann ásamt námskeiðum fyrir kennara og aðra þá sem hafa áhuga á nýsköpunar- og frumkvöðlamennt

JA Iceland – Ungir frumkvöðlar. Framhaldsskólanemendur spreyta sig á stofnun og rekstri fyrirtækja í námi sínu.

Kennarinn. Á vef Kennarans má finna margvíslegar upplýsingar er tengjast menntun á Íslandi, frá fyrstu skrefum barns hjá dagforeldrum til útskriftar á háskólastigi. Vefurinn er hugsaður fagaðilum, forsjáraðilum og nemendunum sjálfum til handagagns.

Klifið – Skapandi Fræðslusetur : Hlutverk Klifsins er að efla og hvetja einstaklinga til að tileinka sér skapandi hugsun og trú á eigin getu og þannig þróa með sér hæfni til þess að mæta þörfum framtíðarinnar. Klifið er hugsjónafélag sem er ekki rekið í hagnaðarskyni (non-profit association).

Kóder – Forritun fyrir alla: Kóder eru samtök sem vilja kynna forritun fyrir ungmennum á aldrinum 9-16 ára í sínu hverfi.

Skema: Fjölbreytt tækni- og forritunarnámskeið fyrir börn frá 6 ára aldri. Einnig námskeið fyrir kennara, – og fleira.

Study Cake er al-íslenskt hvatakerfi og símaleikur sem hvetur hressa og forvitna krakka til frekari lesturs með því að gera lesturinn skemmtilegri!

Styrkjaumhverfið

Listi yfir hina ýmsu styrki sem eru til boða á sviði menntunar ofl.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands – Yfirlit yfir innlenda styrki og íslenska stuðningsumhverfið

Nýsköpunarmiðstöð Íslands – Norrænir styrkir og stuðningsmöguleikar

Nýsköpunarmiðstöð Íslands – Evrópskir styrkir og samstarfsvettvangar

Mennta- og menningarmálaráðuneytið – Yfirlit yfir sjóði og eyðublöð. Starfræktir eru fjöldamargir sjóðir sem veita styrki til málefna sem heyra undir mennta- og menningarmálaráðuneyti

Rannís – Menntun. Hér er að finna helstu samkeppnissjóði á sviði menntunar sem Rannís hefur umsjón með, bæði innlenda og erlenda.

Nýsköpunarumhverfið: Ertu með ábendingu um efni fyrir þessa síðu? Allar tillögur/ábendingar eru vel þegnar.