Kviknar ekki á perunni :/
Í fyrstu getur litið út fyrir að vera erfitt að setjast niður og fá nýja, góða hugmynd til að senda inn í nýsköpunarkeppnina. Þó eru ýmsar leiðir til þess og ein góð leið, er einfaldlega að hugsa um þau „vandmál“ sem þú lendir í reglulega, – og reyna að finna lausn á þeim. Veldu t.d. fimm uppfinningar, bæði gamlar og nýjar, og veltu því fyrir þér hvaða þarfir lágu til grundvallar þeim. Hvað var gert áður en þetta var fundið upp? Var eitthvað annað notað?
Flestar uppfinningar spretta af greinilegri þörf: Ertu alltaf að gleyma lyklunum heima? Er alltof mikið rusl úti í náttúrunni? Vandmálin, bæði stór og smá, eru allsstaðar í kringum okkur, – og það getur verið þitt hlutskipti að finna lausn á þeim en margir krakkar hafa fundið upp stórsnjalla hluti.
Vissuð þið t.d. að íspinninn, trampólín, eyrnahlífar, blindraletur, vasareiknirinn og fleiri daglegir hlutir, voru fundin upp af krökkum?
En hvernig fær maður góða hugmynd – og hvað geri ég svo?
Hér að neðan koma ýmis dæmi um hin ýmsu vandamál sem fólk og heimurinn glímir við.
Ert þú með lausnina?
Hvernig er hægt að fá góða og gagnlega hugmynd?
Gott er að finna raunveruleg vandamál eða áskoranir til að reyna að leysa. Hér að neðan eru nokkur skjöl, til útprentunar, sem hjálpa til við það. 3 útgáfur eru af tveimur þeirra, sem miðast við orðaforða og skilning barna tveggja aldurshópa. Eintak er svo fyrir fyrir kennara(og forráðamenn). Opnið kassana og ýtið svo á textann til að fá skjalið upp:
10 leiðir að góðum hugmyndum (5. - 7. b.)
Með því að skoða þig um kynnist þú umhverfinu þínu betur og kannski sérðu eitthvað sem hægt er að bæta.
10 leiðir að góðum hugmyndum (8. - 10. b.)
Með því að skoða þig um kynnist þú umhverfinu þínu betur og kannski sérðu eitthvað sem hægt er að bæta.
Ferðaþjónusta, nærumhverfið og nýsköpun (kennarar)
Vinnuskjal - Nokkrir punktar til stuðnings. Markhópar íslenskrar ferðaþjónustu, Sex lykilþættir hinnar íslensku upplifunar, Nærsamfélagið, ferðaþjónusta og nýsköpun
Nærsamfélagið og Heimsmarkmiðin (5. - 7. b.)
Til að fá góða og gagnlega hugmynd sem getur bætt samfélagið getur verið gott að skoða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og sjá þar þau vandamál sem eru til staðar í kringum okkur. Ert þú með einhverja hugmynd sem gæti leyst eitthvert vandamálanna eða veistu um annað vandamál sem tengist einhverju markmiðana?
Nærsamfélagið og Heimsmarkmiðin (8. - 10. b.)
Til að fá góða og gagnlega hugmynd sem getur bætt samfélagið getur verið gott að skoða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og sjá þar þau vandamál sem eru til staðar í kringum okkur. Ert þú með einhverja hugmynd sem gæti leyst eitthvert vandamálanna eða veistu um annað vandamál sem tengist einhverju markmiðana?
Nærsamfélagið og Heimsmarkmiðin (kennarar)
Til að fá góða og gagnlega hugmynd sem getur bætt samfélagið getur verið gott að skoða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og sjá þar þau vandamál sem eru til staðar í kringum okkur. Ert þú með einhverja hugmynd sem gæti leyst eitthvert vandamálanna eða veistu um annað vandamál sem tengist einhverju markmiðana?
Nærsamfélagið og nýsköpun (5. - 7. b.)
Margar leiðir eru færar til að fá hugmyndir, sem geta gagnast hverfinu, bænum, borginni
sem þú býrð í eða næsta nágrenni. Hér eru nokkrar:
Nærsamfélagið og nýsköpun (8. - 10. b.)
Margar leiðir eru færar til að fá hugmyndir, sem geta gagnast hverfinu, bænum, borginni
sem þú býrð í eða næsta nágrenni. Hér eru nokkrar:
Nærsamfélagið og nýsköpun (kennarar)
Margar leiðir eru færar til að fá hugmyndir, sem geta gagnast hverfinu, bænum, borginni
sem þú býrð í eða næsta nágrenni. Hér eru nokkrar:
Orðaspjöld
Prentið öðru megin og klippið út. Látið svo nemendur draga 3 spjöld sem þau nota til búa til hugmynd. Nota skal 1 orð af hverju spjaldi.
Gott er að hafa nokkra nemendur saman í hóp svo þau geti nýtt sameiginlegt ímyndunarafl til að koma fram með hugmynd úr spjöldunum þremur.
Hægt að blanda saman við myndaspjöldin.
Myndaspjöld
Prentið öðru megin og klippið út. Látið svo nemendur draga 3 spjöld sem þau nota til búa til hugmynd. Gott er að hafa nokkra nemendur saman í hóp svo þau geti nýtt sameiginlegt ímyndunarafl til að koma fram með hugmynd úr spjöldunum þremur.
Hægt að blanda saman við orðaspjöldin.
Hvar liggja hæfileikar þínir?
Hér er vinnublað sem hægt er að láta nemendur vinna í, til að þau átti sig á styrkleikum sínum, sem tengist oft áhugamálum þeirra. Gott er að reyna að koma fram með hugmynd sem tengist þessu. Einnig er þetta gott fyrir kennara til að velja saman í hóp en best er að hópurinn sé samansettur af einstaklingum með fjölbreytta styrkleika og hæfni.
Hér eru nokkur dæmi um hugmyndir barna, sem hafa farið í framleiðslu:
Það eru ótrúlegustu hlutir sem krakkar hafa fundið upp:
20 seriously brilliant inventions which will change your life
35 cool inventions to make your life much easier
13 ridiculously simple products which made their creators millions.
…og það er svo sannarlega ekki búið að finna allt upp 🙂
———————————————–
Ert þú með einhverja lýsingu á vandamáli eða þörf sem þú vilt leyfa unga fólkinu að reyna að finna lausn á? Þá máttu endilega koma því á framfæri og við setjum það hér á síðuna.