Samfélagsleg nýsköpun
Breytingar á samfélagi eru oftar en ekki drifnar áfram af metnaðarfullum og áhugasömum einstaklingum, nýrri þekkingu og nýjum lausnum en einnig af öðrum hreyfiöflum svo sem ákveðnum grasrótarhreyfingum, markaðsþróun og hvatningu til nýrra hluta hjá fyrirtækjum og stofnunum. Samfélagsleg nýsköpun er ekki frábrugðin hefðbundinni nýsköpun nema að því leyti að hún vísar til nýrra hugmynda sem hníga að samfélagslegum markmiðum og að því að uppfylla þarfir sem leiða til velferðar og bættra lífskjara í samfélaginu.