Ungir frumkvöðlar – frumkvöðlasamkeppni framhaldsskólanna

Junior Achievement (JA) eru alþjóðleg, frjáls félagasamtök  sem starfa í 123 löndum. Um  10.5 milljón nemendur taka þátt í verkefnum á vegum samtakana. Markmið Junior Achievement  er að undirbúa ungt fólk fyrir framtíðina og auka færni þeirra til atvinnuþátttöku og atvinnusköpunar með því að stuðla að aukinni nýsköpunar-, frumkvöðla- og viðskiptamennt í skólum.

Hér á landi hefur verkefni Junior Achievement verið rekið í nokkrum framhaldsskólum undir merkjum Ungra Frumkvöðla. Nemendur í Ungum Frumkvöðlum þurfa að stofna og reka eigið fyrirtæki og vinna að viðskiptahugmynd á 13 vikna námskeiði sem miðar að því að efla skilning þeirra á  fyrirtækjarekstri.  Þátttakendur fjármagna stofnun fyrirtækis með sölu hlutabréfa, ráða í stöðugildi og búa til ítarlega viðskiptaáætlun. Henni er hrint í framkvæmd og fyrirtækið að lokum gert upp með ársreikningi og skýrslu í lok tímabilsins. Undir lok námskeiðsins, taka nemendur þátt í vörusýningu í verslunarmiðstöðinni Smáralind.

Veitt eru verðlaun í ýmsum flokkum og haldin er sigurhátíð þar sem úrslitakeppni fer fram og sigurvegari Ungra Frumkvöðla er valinn. Sigurvegarinn tekur þátt í Evrópukeppni Ungra Frumkvöðla.

Sjá nánar HÉR