Stórglæsilegu verðlaun bíða sigurvegara NKG

Stórglæsilegu verðlaun bíða sigurvegara NKG 

Hin stórglæsilegu aðalverðlaun NKG 2016, eru í boði ELKO

Styrktarsjóður ELKO styrkir 2x verkefni á ári sem tengjast velferð barna og ungmenna. Raftæki, búnaður eða styrkir sem efla menntun, nýsköpun eða annað sem nýtist til betra lífs fyrir ungt fólk, fellur vel til styrkja.

Því hefur sjóðurinn valið að styrkja Nýsköpunarkeppni Grunnskólanna sem fyrsta verkefni ársins 2016 með stolti og óska þau öllum velfarnaðar í keppninni og hlakka til að sjá árangurinn.

Við þökkum ELKO kærlega fyrir þennan frábæra stuðning.

Veitt eru verðlaun fyrir 1. 2. og 3. sætið í öllum aldurshópunum þremur, þ.e. 5. 6. og 7. bekk .  Ef 2 nemendur eru saman um hugmyndina, þurfa þau ekki að hafa áhyggjur af því að þurfa að skipta verðlaununum, –  þau fá sitthvorn vinninginn, – allt í boði ELKO.

1. verðlaun

Lenovo Yoga fartölva að verðmæti 140 þús *             

2.verðlaun

Samsung spjaldtölva að verðmæti 70 þús*

  3.verðlaun

Samsung snjallsími að verðmæti 50 þús*

 * Sama eða sambærileg vara á þeim tíma sem kemur til afhendingar verðlauna

 Aukaverðlaun

Ekki siðri eru aukaverðlaun NKG:

FabLab ferð

FabLab smiðja Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands í Vestmannaeyjum, – verðmæti allt að 600.000 kr.

Gull og silfur verðlaunahöfum býðst glæsileg vinnu- og skemmtiferð til Vestmannaeyja, í boði Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.  

Innifalið: Miði í Herjólf, gisting(1. nótt), uppihald og 2 daga skapandi og skemmtileg vinnusmiðja í Fablab Vestmannaeyjum

Við þökkum einnig Nýsköpunarmiðstöð Íslands kærlega fyrir þennan frábæra stuðning. 

Háskóli unga fólksins 

Verðlaunahafar fá afhend gjafabréf í Háskóla unga fólksins fyrir stigahæstu hugmyndirnar. Vefsíða http://ung.hi.is/

 Gjafabréfið gildir fyrir sumarið 2017 og geta verðlaunahafar valið um fjölmörg spennandi námskeið um flest allt milli himins og jarðar. Háskóla unga fólksins er opinn fyrir 12 til 16 ára grunnskólanema og skráning hefst í maí.

IKEA

Gjafabréf frá IKEA að upphæð 15.000 kr.