Lokaviðburður Nýsköpunarkeppni grunnskóla 2025

– Sköpun og samvinna í brennidepli

Dagana 22. og 23. maí vinna 31 nemandi úr 19 grunnskólum að því að þróa áfram 24 nýsköpunarhugmyndir sem komust í úrslit Nýsköpunarkeppni grunnskóla 2025. Nemendurnir taka þátt í vinnustofum þar sem þeir fá leiðsögn frá kennurum og nemendum frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík, auk þess sem JCI heldur ræðunámskeið til að undirbúa kynningu á hugmyndunum.

Keppnin var afar spennandi þetta árið, en alls bárust yfir 600 hugmyndir víðs vegar að af landinu. Því var samkeppnin hörð og úrslitaval erfitt.

Lokahátíðin fer fram kl. 14 laugardaginn 24. maí á Háskólatorgi. Þar verður opnuð sýning á verkefnum nemenda og viðurkenningar veitt fyrir framúrskarandi hugmyndir. Léttar veitingar verða í boði og allir eru hjartanlega velkomnir.