Í dag var undirritaður samstarfssamningur Nýsköpunarkeppni grunnskólanna og Arion banka en Arion banki mun styrkja NKG árlega um 2.000.000 kr. til næstu þriggja ára.
Meginmarkmið með aðild Arion banka að NKG eru eftirfarandi eru m.a. að koma að eflingu og uppbyggingu nýsköpunarmenntar á Íslandi, hafa sköpunarkraft og aukinn áhuga barna á tækni- og verkgreinum að leiðarljósi, auka þekkingu nemenda á fjármálalegri tengingu vöru og þjónustu við rekstur fyrirtækja ásamt því að vekja athygli á hugviti barna, í samfélaginu.
Fjarhagsstyrkur Arion banka mun nýtast NKG sérlega vel núna. þar sem fyrirhugaðar er mikil uppbygging nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar og er stefnt á að strax í janúar 2019, verði kynnt nýtt náms- og stuðningsefni, vinnustofur fyrir kennara og aukna áherslu á heimsóknir í skóla, að sjálfsögðu að kostnaðarlausu fyrir þá kennara/skóla sem vilja það.
Við þökkum Arion banka kærlega fyrir þennan frábæra stuðning og hlökkum sérstaklega til samstarfsins.
Þorsteinn Ingi Sigfússon, Forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Halldór Harðarson, markaðsstjóri Arion banka undirrituðu samninginn en einnig voru Maríanna Finnbogadóttir, sérfræðingur í markaðsdeild Arion banka og Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson, verkefnistjóri NKG viðstödd undirritunina.