Það styttist óðum í skilafrest í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2025 – en hann rennur út miðvikudaginn 9. apríl.

Við viljum minna á að enn er hægt að taka þátt og senda inn frábærar hugmyndir að nýsköpun – það er bæði hægt að skila rafrænt og/eða prenta út og senda með pósti. Öll nauðsynleg gögn og leiðbeiningar má finna á nkg.is/taka-thatt.

Nýsköpunarkeppnin er hugmyndasamkeppni fyrir nemendur í 5.–7. bekk, þar sem þeir fá tækifæri til að skila inn hugmyndum að lausnum á allskonar áskorunum – stórum sem smáum. Nú þegar hafa um 400 hugmyndir borist og það er greinilegt að mikil nýsköpunarvakning er í gangi hjá krökkunum um allt land!

Við viljum sérstaklega hvetja kennara á landsbyggðinni til að tryggja að póstur berist í tíma – ef póstsending er fyrirhuguð, mælum við með að henni verði lokið í síðasta lagi föstudaginn 5. apríl. Einnig er velkomið að skanna og senda inn hugmyndir rafrænt til að tryggja afhendingu fyrir skilafrest.


Við hlökkum til að fá enn fleiri hugmyndir frá nemendum ykkar – því hugmyndin er fyrsta skrefið í að breyta heiminum!
Takk fyrir að hlúa að sköpunarkrafti nemenda – og megi hann blómstra sem víðast!

Með kærri kveðju, Svenni