Við erum afar stolt að tilkynna að forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, hefur tekið að sér hlutverk verndara Nýsköpunarkeppni grunnskólanna!
Forsetinn mun áfram gegna mikilvægu hlutverki í keppninni með því að veita ungu fólki innblástur og hvatningu til að þróa skapandi hugmyndir og taka þátt í nýsköpun. Hlutverk forsetans í verðlaunaafhendingu og opnun sýninga hefur verið ómetanlegt í gegnum árin, og við hlökkum til að halda þessari hefð áfram með henni.