Hvað er að frétta

Hvatning og innblástur

NKG 2016

Undirbúningur NKG2016 er hafinn og hlökkum við til að taka á móti skapandi og frumlegum umsóknum nemenda í grunnskólum um allt land (í 5., 6., og 7. bekk). Skilafrestur umsókna er 11. apríl 2016.

Lokahóf NKG2015

Lokahóf NKG2015 fór fram 31.5 í Háskólanum í Reykjavík.  Mennta- og menningarmálaráðherra Illugi Gunnarsson sá um afhendingu farandbikara NKG og Dr. Ari Kristinn Jónsson um afhendingu aðalverðlauna. Hugmyndasmiðir stigu á stokk eftir framsöguþjálfun í vinnusmiðju frá JCI og heilluðu alla upp úr skónum með hugmyndum sínum og ræðusnilld.

Fróðleikur

Hvort er stærðfræði uppfinning eða uppgötvun?

Spurningin um hvort stærðfræði sé uppfinning eða uppgötvun hefur leitað á marga. Áður en henni er svarað mætti spyrja hvað sé stærðfræði. Í Aðalnámskrá grunnskóla í stærðfræði 1999 segir á bls. 10: Stærðfræðikennsla í skólum á að endurspegla hinar fjölbreyttu ásýndir stærðfræðinnar. Hún er vísindi, list, tjáningarmiðill og tæki til að takast á við erfið úrlausnarefni.Getur þessi tilvitnun fært lesandann nær svarinu? Lítum á viðfangsefni stærðfræðinnar. Í svari við spurningunni Hver fann upp stær...

Lesa meira