Fréttir

Stórglæsileg aðalverðlaun NKG

Stórglæsileg verðlaun bíða sigurvegaranna í ár. Heildarverðmæti vinninga er allt að 2.200.000 kr.

Í boði ELKO eru fartölvur, spjaldtölvur og farsímar, að verðmæti allt að 1.600.000 kr. 

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna - Framlengdur umsóknarfrestur!

 

Þar sem við hjá Nýsköpunarmiðstöðinni erum að taka við NKG, með tiltölulega skömmum fyrirvara, ætlum við, í samráði við Menntamálaráðuneytið, að framlengja umsóknarfrestinn. Það er gert til að fyrirbyggja að nokkur missi af lestinni, hafi mikilvægar upplýsingar ekki komist til skila til ykkar allra, - og þá kannski sérstaklega til ykkar á landsbyggðinni.

 

Fróðleikur

Hver fann upp litina?

Litirnir eru ekki uppfinning í sama skilningi og saumavélin eða ljósaperan. Eins og segir í svari við spurningunni Hvað eru litir? verða litirnir til í "samspili milli tíðnidreifingar í ljósinu kringum okkur og sjónskynjunarinnar sem fer fram bæði í auga, sjóntaug og heila."

Sólarljósið er í raun hvítt ljós sem er blanda af öllum litum. Litirnir eru óendanlega margir en við mennirnir greinum líklega á milli einnar til 10 milljóna lita.

Fyrirbærin í kringum okkur, eins og grasið, borðið í s...

Lesa meira