Því miður náðum við ekki að halda vinnustofu Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í ár. Margt sem spilaði þar inn í en þó aðallega að Uppstigningardagur og Hvítasunnan útiloka tvær vinnustofur(þær eru haldnar frá fös. til lau.), 25-27 maí gekk ekki upp, hvorki fyrir HR  né okkur, sökum prófatímabils, skörun við aðra viðburði ofl. Það hefur reyndar verið mikið púsluspil að ná að halda vinnustofuna í maí og var kannski bara tímaspursmál hvenær við næðum ekki að halda hana.  Stefnum á, í samráði við kennara, að halda vinnustofurnar, eftirleiðis í byrjun júní.

Við munum þó veita verðlaun eins og alltaf (viðurkenningarskjöl, pening og bikar verður fyrir aðalverðlaunin) fyrir flesta eða alla flokka og styðjumst einfaldlega við innkomnar umsóknir við valið. Við gerðum þetta í Covid, það gekk vel svo við höfum fína reynslu af þessu. Við völdum líka þær 25 hugmyndir sem hefðu verið valdar á vinnustofuna, þ.e. topp 25 úrslitahugmyndir, og fá nemendur þeirra viðurkenningarskjöl, undirritað af ráðherra þess efnis.

Dómnefnd í ár skipuðu:

  • Arinbjörn Hauksson, Markaðsstjóri ELKO
  • Ásdís Kristmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Hugverkastofu
  • Hanna Ólafsdóttir, Lektor á Menntavísindasvið HÍ – Deild faggreinakennslu
  • Hannes Páll Þórðarson, umsjónarmaður rafeindaverkstæðis í Háskóla Reykjavíkur
  • Úlfur Atlason, verkefnastjóri Skema

Mörg hundruð frábærra hugmynda bárust og var, eins og alltaf, ekki auðvelt að velja einungis 25 hugmyndir

Við viljum þakka öllum kærlega fyrir þátttökuna og biðjum kennara að skila kærri kveðju til allra þeirra nemenda sem tóku þátt. Endilega látið þau vita að þó þau hafi ekki komist á vinnustofuna, þýðir það ekki að hugmynd þeirra hafi ekki verið góð heldur er það bara eins og alltaf, þá komast því miður bara hámark 25 hugmyndir að, á vinnustofuna. Á allra næstu dögum verður svo tilkynnt um sigurvegara í flokkum NKG 2023.

Hér er listinn yfir hugmyndirnar sem komust áfram. Hægt er að sjá nánar um hugmyndirnar með því að klikka á nafn hugmyndanna. Látið vita ef þið sjáið einhverjar villur, á ey@hi.is.

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2023 – topp 25 úrslitahugmyndir
Hugmynd Nafn nemenda Nafn hópfélaga Kennari Skóli bekkur
Aðstoðarappið Lilja Bergrós Kristjánsdóttir og Steinunn Elísa Hauf Eydal Ásta S Ólafsdóttir Víðistaðaskóli 7
Lýsing: App þar sem að fólk sem vill aðstoða með hvað sem er getur skráð sig og þeim sem vantar aðstoð geta leitað til þeirra.
Artplex Ásdís Elísa Jónsdóttir og Antonía Elísabet Ólafsdóttir Berglind Elva Gunnlaugsdóttir Djúpavogsskóli 6
Lýsing: Verkfærakassi fyrir listamenn
Asthmair Guðrún Gunnarsdóttir og Júlía Oliwia Zarxycka Fríða Björk Ólafsdóttir Hlíðarskóli 7
Lýsing: Asthmair sem er endurnýtanlegt púst sem maður kaupir nýtt hylki í þegar hylkið manns er búið.
Auto klósettsetulokari 9000 Arnór Atli Pálsson og Daníel Már Ólafsson Kristín Brynja Gunnarsdóttir Patrekesskóli 6
Lýsing: Ef enginn er á klósettinu, þá lokast setan sjálfkrafa
Áfram umhverfið Lilja Bergrós Kristjánsdóttir og Steinunn Elísa Hauf Eydal Ásta S Ólafsdóttir Víðistaðaskóli 7
Lýsing: Appið hjálpar okkur að hugsa betur um umhverfið.
Blýantsljós Björg Ákadóttir Dagur Emilsson Grandaskóli 6
Lýsing: Blýantur með litlu ljósi framan á
Cubes Þorsteinn Axelsson Andri Snær Þorvaldsson Brúarskóli – Vesturhlíð 6
Lýsing: Borðspil fyrir 2 leikmenn. Takmarkið er að losa sig við alla kubbana
Eineltispeysan  Aurora Sólrós Servo og Embla Fönn Freysdóttir Silja Kristjánsdóttir og Guðrún Dóra Jónsdóttir Sjálandsskóli 7
Lýsing: Peysan sýnir að þú styður ekki einelti. Skólar geta tekið þátt í átaki og merkt peysunar sínum skóla
Eldrei aftur Hugrún Birna Gunnarsdóttir og Lára Hlín Þorsteinsdóttir Jónína Klara Pétursdóttir Urriðaholtsskóli 7
Lýsing: Hugmyndirn virkar þannig að hún skannar hitann á eldavélinni og pípar hátt ef gleymt er að slökkva á henni.
Fyrsta foreldrið Tinna Björg Brynjarsdóttir og Ólöf Helga Ólafsdóttir Unnur Sveinbjörnsdóttir Varmahlíðarskóli 7
Lýsing: Forrit til að hjálpa fyrstu foreldrum við allskonar barnamál
Heilakóðari Guðmundur Ásgeir Ingólfsson Sinéad McCarron Landakotsskóli 6
Lýsing: forrit til um hvernig á að læra stærðfræði eða læra tungumál með því að nota forritun. Líka ávinningur af leik þar sem þú færð verðlaun og stig.
Heilsuappið Sara Dís Ingólfsdóttir og Katla Lena Ólafsdóttir Jónína Klara Pétursdóttir Urriðaholtsskóli 7
Lýsing: Appið fylgist með því hvort þú ert búin að taka lyfin þín og sendir þér tilkynningar um að muna að taka lyfin, drekka vatn ofl. sem tengist heislunni
I-read Selma Rún Arnarsdóttir Sinéad McCarron Landakotsskóli 6
Lýsing: Hugmyndin er raddgreiningarapp sem hlustar á þig lesa upphátt og getur leiðrétt þig.
Íslandsappið Ísabella Jónsdóttir Kristín Sesselja Kristinsdóttir Heiðarskóli 5
Lýsing: Maður hefur app í símanum til að auðvelda ferðalög um Ísland.
Lumos sprotinn Sigríður Ísold Jökulsdóttir Ásta S Ólafsdóttir Víðistaðaskóli 6
Lýsing: Ljóssproti með lítilli bjartri peru sem maður hristir til að kveikja ljósið. Settur í stand til hleðslu. Auðvelt að taka með sér td ef maður vaknar á nóttunni og þarf að fara á klósettið.
MorgunKornarBrúsi Kristján Gíslason Molphy Arna Björk H. Gunnarsdóttir Vesturbæjarskóli 5
Lýsing: Nestisbox með 2 hólfum. 1 fyrir mjólk og hitt fyrir morgunkornið
Náttúrudróni Trausti Hrafn Björnsson Silja Kristjánsdóttir og Guðrún Dóra Jónsdóttir Sjálandsskóli 7
Lýsing: Dróni sem skannar umhverfið og tínur upp smárusl
Pattur Davíð Antti Liljar Geirsson og Andri Viðar Arnarson Friðrika Ýr Einarsdóttir Brekkubæjarskóli 6
Lýsing: Þetta er panna sem maður getur breytt í pott með því að lyfta upp hliðunum
Peran Benedikt Friðriksson og Þorbergur Orri Halldórsson Sigrún Baldursdóttir og Sveinn Bjarki Tómasson Melaskóli 6
Lýsing: Ljósastaurar eru með ljósaperu sem skiptir um lit eftir hitastigi úti til að hjálpa börnum að klæða sig rétt eftir veðri.
Spilum og lærum! Kári Tuvia Ruebner Kjartansson og Jósef Ómarsson Sinéad McCarron Landakotsskóli 6
Lýsing: spil sem getur hjálpað krökkum sem eru að flýja úr öðru landi (flóttamenn) og krökkum sem eru að flytja til Íslands til að læra Íslensku sem annað tungumál.
Stólar eða Borð? Bríet Jökla Ólafsdóttir Silja Kristjánsdóttir  og Guðrún Dóra Jónsdóttir Sjálandsskóli 6
Lýsing: Kubbur sem inniheldur 4 stóla og borð. Hægt að taka stólana úr úr kubbnum
Strekkjanlegur hjólalás Bragi Styrmisson og Hafliði Njarðarson Arna Björk H. Gunnarsdóttir Vesturbæjarskóli 6
Lýsing: Hjólalás sem hægt er að strekkja
Ultimo Jóhanna María Grétarsdóttir Noack Katrin Ingólfsdóttir Árskóli 6
Lýsing: Ultimo er bæði hlutur og app. Appið skannar matinn og hvenær hann rennur út. Þá sendir appið skilaboð á skjáinn sem er t.d. fest við kæli.
Uppblásið mark Sunneva Sigríður Andradóttir Flóra Guðlaugsdóttir Háteigsskóli 5
Lýsing: Uppblásanlegt mark sem auðvelt er að pakka saman og setja upp hvar sem er
Öðruvísi tíska Bragi Sumarliði M. Eliassen Sinéad McCarron Landakotsskóli 6
Lýsing: Kynlaus tískulínu.