Í viðleitni okkar til að gefa öllum grunnskólabörnum í 5.-7. bekk, tækifæri til að taka þátt í NKG, höfum við sent bréfpóst til allra grunnskóla á landsbyggðinni og meirihluta skóla í Rvk. og nágrenni. Við klárum að senda á alla skólana í næstu viku og í framhaldi sendum við skjölin með netpósti á skólana og kennara.

Í bréfunum kemur meðal annars fram: “Ef skóli þinn tekur ekki þátt í NKG þá bjóðum við þér nú tækifæri til að hoppa á nýsköpunarlestina og gefa þannig nemendum þínum tækifæri til koma fram með og vinna að eigin hugmyndum. Við biðjum einnig um aðstoð þína, við að auka sýnileika NKG og benda kennurum þínum á keppnina. Það er einfaldlega hægt með því að setja fylgibréfin tvö, sem eru í umslaginu t.d. inn kennarastofuna.”

Í kynningarbréfi til kennara: “Hafðu samband á nkg@nkg.is ef þú hefur spurningar eða vantar aðstoð. Þú getur einnig fengið heimsókn frá okkur, í skólann þinn – án endurgjalds.”

Einnig er NKG (verkefnishópurinn), komið í samstarf/samvinnu við erlenda aðila, með fókus á námsefnisgerð & vinnustofur til að styðja við uppbyggingu á nýsköpunar- og frumkvöðlamennt. Unnið er nú að þýðingum á ýmsu efni og undirbúningur fyrir vinnustofur, sem við munum fara með um landið kominn á fullt. Er stefnt að því, að hægt verði að bjóða upp á þetta, strax í lok sumars. Einnig verður stefnt að því að hafa NKG fyrir 5. – 10. bekk, frá og með næsta hausti. Nánari fréttir koma síðar.

Endilega gerið “like” á þessa frétt og deilið henni sem, víðast. Það væri virkilega gaman að fá inn umsóknir frá sem flestum skólum landsins.