VILJI – Hvatningarverðlaun NKG

Á hverju ári hlýtur kennari/kennarateymi nafnbótina „ Nýsköpunarkennari/ar grunnskólanna árið 20xx“ ásamt verðlaunum að fjárhæð 250.000kr. í boði Samtaka iðnaðarins en verðlaunin er veitt kennara “fyrir framúrskarandi störf til eflingar nýsköpunar-menntunar á Íslandi.

Nýsköpunarkennari grunnskólanna árið 2020 eru Kristín Erla Ingimarsdóttir í Flúðaskóla. 

NKG óskar Krisínu innilega til hamingju með viðurkenninguna fyrir hennar frábæra og mikilvæga starf.

Nýsköpunarkennsla hefur verið við lýði í Flúðaskóla í hátt í tvo áratugi og hafa allir nemendur sem stundað hafa nám við skólann á þeim tíma fengið nýsköpunarkennslu. Kristín Erla hefur borið höfuð og herðar í allri skipulagningu og framkvæmd en hefur notið liðsinnis samstarfsfélaga, þó einkum síðustu ár, í gegnum Snillismiðjuna(makespace), sem sett var á fót í skólanum, 2018.

Vegna samkomubanns er hvorki vinnustofa né lokahóf en ætlunin er að heimsækja Kristínu í skólann og veita henni verðlaunabikar og verðlaunin sjálf. 

Hér má sjá hvernig kennsluháttum og skipulagningu kennslustunda er háttað hjá Kristínu: https://nkg.is/innleiding/

VILJI – Hvatningarverðlaun NKG er í boði Samtaka iðnaðarins (SI) en þau leggja áherslu á menntamál til að stuðla að bættu aðgengi fyrirtækja að hæfum starfskrafti.  Við hjá NKG erum stolt að hafa svo sterka bakhjarla sem Si eru. Við teljum að bætt tengsl og aðkomu fyrirtækja að keppninni, mikilvægan þátt í uppbyggingu NKG og nýsköpunarmenntar á Íslandi og að hlusta þurfi á atvinnulífið til að fá fram hvernig þau telja að haga skuli menntun(og/eða áherslum) til að undirbúa nemendur, fyrir framtíðarstörfin. Við þökkum SI kærlega fyrir þennan frábæra stuðning.

Á mynd: Kristín Erla Ingimarsdóttir. Myndin er tekin af Facebook síðu hennar