Kristín Erla Ingimarsdóttir í Flúðaskóla,  nafnbótina „ Nýsköpunarkennari grunnskólanna árið 2020 ásamt verðlaunum að fjárhæð 250.000kr. í boði Samtaka iðnaðarins en verðlaunin er veitt kennara “fyrir framúrskarandi störf til eflingar nýsköpunar-menntunar á Íslandi. Að auki fær Kristín verðlaunabikar Vilja og viðurkenningarskjal, undirritað af Lilju Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra Íslands. 
Vegna samkomubanns var hvorki vinnustofa né lokahóf en í staðinn var farið í heimsókn Flúðaskóla þar sem Kristínu voru veitt verðlaunin. Einnig voru tveimur nemendum við skólann, veitt viðurkenningarskjöl, fyrir að hafa komist í úrslit NKG 2020, þeim Emil Vilbergsyni, með hugmynd sína Minnisplattann og Hjalta Árnasyni, með hugmynd sína Bílahitamælir. Viðurkenningarskjöl þeirra eru einnig undirrituð af Lilju Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Farið var í kynnisferð um skólann og í lokin var boðið upp á hádegismat. Var virkilega gaman að sjá hið frábæra starf sem unnið er í skólanum. Nemendur frá fyrsta árgangi fá, þvert á hin ýmsu fög og í gegnum Snillismiðjuna, að kynnast forritun, ýmiskonar handavinnu og föndri, nýsköpun, taka sundur raftæki og búa eitthvað til úr varahlutunum, útikennsla er mjög virk í skólanum ofsrv.
Nýsköpunarkennsla hefur verið við lýði í Flúðaskóla í hátt í tvo áratugi og hafa allir nemendur, sem stundað hafa nám við skólann á þeim tíma fengið nýsköpunarkennslu. Kristín Erla hefur borið höfuð og herðar í allri skipulagningu og framkvæmd en hefur notið liðsinnis samstarfsfélaga, þó einkum síðustu ár, í gegnum Snillismiðjuna(makespace), sem sett var á fót í skólanum, 2018.
Er greinilegt að Kristín og Flúðaskóli eiga mikið hrós skilið fyrir starf þeirra og á Kristín sannarlega skilið að hljóta verðlaunin í ár:)

Á fyrstu mynd f.v: Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson, verkefnastjóri NKG og NMÍ, Kristín Erla Ingimarsdóttir, Hjalti Árnason og Emil Vilbergsson

Á annarri mynd f.v: Kristín Erla, Jóhanna Lilja Arnardóttir, skólastjóri Flúðaskóla og Steinunn Margret Larsen, aðstoðarskólastjóri, fyrir aftan módel af skólanum, sem nemendur gerðu.