Þá hefur dómnefnd lokið störfum, í bili. Mörg hundruð hugmyndir bárust víðs vegar af landinu – en eins og alltaf, þá komast því miður ekki allir að og búið er að velja 24 hugmyndir í úrslitin, þ.e. vinnustofuna sem haldin verður haldin, eins og áður, í Háskóla Reykjavíkur, dagana 31. og 31. Maí.

Dómnefndina skipa:

  • Ásdís Kristmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Hugverkastofu
  • Finnur Jens Númason, Aðjunkt við list- og verkgreinadeild Menntavísindasviðs HÍ
  • Hanna Ólafsdóttir, Lektor á Menntavísindasvið HÍ – Deild faggreinakennslu
  • Hannes Ottósson, lektor á sviði samfélagslegrar nýsköpunar á Menntavísindasvið HÍ
  • Hannes Páll Þórðarson, umsjónarmaður rafeindaverkstæðis í Háskóla Reykjavíkur
  • Oddur Sturluson, Verkefnisstjóri á Vísinda- og nýsköpunarsviði HÍ
  • Úlfur Atlason, verkefnastjóri Skema
Við viljum þakka ykkur kærlega fyrir þátttökuna og biðjum ykkar að skila kærri kveðju til allra þeirra nemenda sem tóku þátt. Skilið einnig til allra að þó hugmynd þeirra hafi ekki verið valin nú, þýðir það alls ekki að hugmyndin hafi ekki verið góð – það komast bara ekki allar að.

 Við vinnum betur úr þessu á næstu dögum og setjum nánari uppl. á heimasíðuna. Þá koma nöfn barnanna fram og hægt verður að nánar um hugmyndina.

 

Hér að neðan þær hugmyndir sem valdar voru – til hamingju öll sem komu að þeim og þakkir til ykkar allra sem tóku þátt:

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2024 – Úrslitahugmyndir
Hugmynd Nafn nemenda   Nafn hópfélaga Kennari Skóli bekkur
Blautrusl Iðunn Heiður Nökkvadóttir og Björg Ákadóttir Dagur Emilsson Grandaskóli 7
Lýsing: Fyrir blautan matarafgang – vökvinn safnast fyrir í neðri íláti
Blómaklukkan Vaka Árnadóttir     Flóra Guðlaugsdóttir Háteigsskóli 6
Lýsing: Til að krakka læri samhliða á digatal og venjulega klukku
Bókaklukka Sonia Fjóla Mileris     Guðjón Örn Magnússon Grunnskóli Hornafjarðar 6
Lýsing: Bókamerki með ljósi og klukku(sem sýnir hvað búið er að lesa lengi)
Boltavélin Magdalena Birgisdóttir Schram og Bríet Ruth Smith Arna Björk H. Gunnarsdóttir Vesturbæjarskóli 6
Lýsing: Kassavél sem hendir bolta fyrir hundinn
ColourCreator 1 Ingibjörg Matilda Arnórsdóttir og Katla Eldey Þorgrímsdóttir Guðjón Örn Magnússon Grunnskóli Hornafjarðar 6
Lýsing: Penni með grunnlitana 3. Hægt að stilla og blanda saman litum til búa til allskona liti
Diskí Kristín Hrönn Aradóttir     Jónína Klara Pétursdóttir Urriðaholtsskóli 7
Lýsing: Mottan er með áföstum disk og festist vel við borð.
Find it Perla Gabríela G. Ægisdóttir     Sinéad McCarron Landakotsskóli 6
Lýsing: App til að hafa að gera eitthvað úti. Átt að leita að allskonar hlutum og færð stig fyrir
Fjölskylduhjálpin Iðunn Heiður Nökkvadóttir og Björg Ákadóttir Dagur Emilsson Grandaskóli 7
Lýsing: App sem aðstoðar og svara spurningingum fyrir foreldra, unglinga og börn
Flokkarinn Kolbrá Sigrún Sigurðadóttir     Sigrún Benediktsdóttir Varmahlíðarskóli 6
Lýsing: App sem hjálpar fólki við að flokka rusl
Foreldraappið Blær Blær Haralds     Sinéad McCarron Landakotsskóli 6
Lýsing: App sem hjálpar foreldrum með uppeldið. Svarar spurningum og gefur góð ráð
Kabúmm  Inga Bríet Valberg og Helena Ósk Guðmundsdóttir Októvía Edda Gunnarsdóttir Snælandsskóli 5
Lýsing: Spil fyrir sjónskerta og blinda
LabbaKort Matthildur Lilja Marteinsdóttir     Sigrún Baldursdóttir og Sveinn Bjarki Tómasson Melaskóli 6
Lýsing: T.d. gamalt og fatlað fólk, getur skannað kort til að fá lengri tíma á grænu ljósi
Minni Lilja Stefánsdóttir og Freyja Vilhjálmsdóttir Sigrún Benediktsdóttir Varmahlíðarskóli 6
Lýsing: App til að minna mann á að gera eitthvað fyrir aðra, seeru t.d. með ADHD, eru gleymnir etc.
Nammihús Hrafntinna Amelía Gísladóttir og Helga Björk Ottósdóttir Sigrún Baldursdóttir og Sveinn Bjarki Tómasson Melaskóli 6
Lýsing: App fyrir Hrekkjavökuna. Fólk sem gefur nammi skráir sig. Merkir við þegar nammið er búið.
Orðaskrifa Íssól Matthíasdóttir Gunnell og Matthildur Elía H. Weisshappel Arna Björk H. Gunnarsdóttir Vesturbæjarskóli 6
Lýsing: Appið leiðréttir skrifaðann texta
PelaRó Tara Dögg Ólafsdóttir      Sara Eik Sigurgeirsdóttir Árskóli 6
Lýsing: Mjúkur pelahaldari, sem spilar lög og er með ljósum
Pössun Sigurður Egill Gunnarsson og Styrmir Pétur Steinþórsson  Arna Björk H. Gunnarsdóttir Vesturbæjarskóli 6
Lýsing: App til að fá pössun fyrir dýirn, vöpkvun á blómum osfrv. þegar maðurer á ferðalagi
Rafmagnsuppþvottaburstinn Haukur Freyr Birkisson og Jón Oddur Sverrisson Ásta S Ólafsdóttir Víðistaðaskóli 6
Lýsing: Uppþvottabursti með batteríum og haus sem snýst í hringi og hjálpar þér að skrúbba vel af leirtauinu.
Sami hlutur – minni peningur Hrafney Árnadóttir     Hólmfríður Guðmundsdóttir Árskóli 7
Lýsing: App sem reiknar út og sýnir hvar ódýrasti innkaupalistinn er
Spilaheimur Oktavía Gunnarsdóttir og Snjólaug Anna Sindradóttir Arna Björk H. Gunnarsdóttir Vesturbæjarskóli 6
Lýsing: App með spilareglum fyrir allskonar spil
Teiknaðu 101% Þórhildur Rögnvaldsdóttir     Flóra Guðlaugsdóttir Háteigsskóli 5
Lýsing: Hjálpa manni við að teikna, skref fyrir skref
TTS: The Shopping Scrunch Kristín Þórdís Guðjónsdóttir     Margrét A Vilhjálmsdóttir Snælandsskóli 7
Lýsing: Hárteygja með fjölnota poka inn í
Útifataappið Matthildur Lilja Jónsdóttir og Margrét Katrín Pétursdóttir Katrín Ingólfsdóttir Árskóli 5
Lýsing: Sýnir krökkum hvernig þau eiga að klæða sig, skv. veðrinu
Vatnaburstinn Karen Elba Hafþórsdóttir og Sigríður Ísold Jökulsdóttir Ásta S Ólafsdóttir Víðistaðaskóli 6
Lýsing: Hárbursti sem hægt er að tengja við barkann í sturtunni (sturtuhausinn). Vatnið rennur í gegnum burstann. Hægt að hafa nudd.