IKEA er nýr bakhjarl NKG,

Kristín Lind Steingrímsdóttir, markaðsstjóri IKEA og Anna Þóra Ísfold, framkvæmdastjóri NKG undirrituðu samninginn í verslun IKEA.

Kristín Lind segir í tilefni undirritunar: „IKEA er meira en hagnýt hönnun því fyrirtækið tekur samfélagslega ábyrgð sína alvarlega og axlar hana með ánægju með stuðningi við málefni sem snerta börn og menningu í víðtækum skilningi. Nýsköpunarkeppni grunnskólanna tónar vel við áherslur IKEA. Við erum því afar stolt og ánægð að geta lagt okkar lóð á vogarskálarnar til þess að styðja við nýsköpun, eflingu og þroska íslenskra barna“.

Við hjá NKG sjáum tækifæri í því að vinna með þessu virta fyrirtæki sem selur hundruðir vara á hverjum degi sem má flokka undir nýsköpun og útlists- og formhönnun á nytjahlutum. Þátttakendur í NKG eru mjög virkir í að senda inn hugmyndir að nýjum og breyttum nytjahlutum, þar sem hugmyndir spretta upp úr þörfum og löngunum þeirra á hverjum degi.

Nánari upplýsingar veitir,

Anna Þóra Ísfold, framkvæmdastjóri NKG

s. 6150574