Þar sem bæði HÍ og HR eru búin að loka aðgengi að skólunum fram á sumar, verður ekki hægt að halda vinnustofur/úrslitin í HR um miðjan maí. Það á við hvort sem samkomubann verður enn í gangi eður ei.
Allt skólastarf er úr skorðum nú, páskafrí á næsta leiti, samkomubann verður að minnsta kosti út apríl og fyrirséð að margir kennarar nái ekki að senda inn umsóknir frá nemendum sínum, fyrir „gamla“ umsóknarfrestinn, 17. apríl. Ástæða þessarar dagsetningar, er til þess að gefa nemendum, sem búa á landsbyggðinni og fá boð um vinnustofu, góðan tíma til að undirbúa það. Mikilvægt að nem. geti t.d. keypt flugmiða með góðum fyrirvara. Þar sem vinnustofan dettur út erum við ekki bundin af þessum fyrirvara. Fyrirkomulag NKG 2020 verður því með þessum hætti:
- Fös. 8. maí: Umsóknarfrestur í NKG og Vilja –
hvatningarverðlaun kennara – rennur út.
- Með því að seinka umsóknarfrestinum gefst kennurum kannski betri tími til að vinna með nemendum. Einnig gefst nú foreldrum gott tækifæri til aðstoða nem. við við að senda inn rafrænar umsóknir.
- Mið. 13. maí: Dómefnd velur sigurvegara og
nemendur/kennara fá tilkynningu þess efnis.
- Sigurvegar fá verðlaun(inneignarkort) og innrammað viðurkenningarskjal, undirritað að Forseta og/eða Ráðherra. Verður sent í pósti. Nánar auglýst síðar
- Maí og júní: Reynt verður að taka viðtöl við sigurvegara og lítil innslög gerð um allar sigurhugmyndir. Reynt verður að fremsta megni að kynna hugmyndir vel, bæði á samfélagsmiðlum, fréttablöðum, athugað verður með samstarf við KrakkaRÚV osfrv.
Því hvetjum við kennara til að senda inn, þær hugmyndir sem eru klárar(bæði á pappír og rafrænar) og koma þeim skilaboðum, bæði til nemenda og forráðamanna að allir geta sent inn hugmyndir á https://nkg.is/taka-thatt/. Þetta gæti hreinlega verið mjög skemmtilegt verkefni, fyrir fjölskylduna í samkomubanninu, að vinna betur með hugmyndir barnanna og senda inn flottar hugmyndir:)
Allar nánari upplýsingar og aðstoð getið þið fengið hjá Eyjólfi: ebe@nmi.is
Mbk. Eyjólfur