insamlega athugið að fresturinn til að skila hugmyndum vegna skólaársins 2018-2019, hefur verið færður fram um 2 daga. Fresturinn rennur því út mánudaginn 8. apríl 2019, kl. 23:59 í stað miðvikudagsins 10. eins og áður var auglýst. https://nkg.is/taka-thatt/

Er þetta gert til að gefa nemendum af landsbyggðinni, sem komast á vinnustofuna, lengri tíma til að undirbúa sig, kaupa flug osfrv.

Þar sem hugmyndir sem sendar eru með Póstinum taka nokkra daga til að skila sér í hús + plús tafir vegna páskafría hjá starfsmönnum og póstinum, hefur hingað til ekki verið hægt að klára dómnefndarstörf fyrir páska, þegar frestur hefur verið á miðvikudegi. Því hefur ekki verið hægt að senda tilkynningu, til þeirra sem komast áfram, fyrr en í lok apríl. Með því að hafa frestinn á mánudeginum, ættu allar hugmyndir að skila sér fyrir föstudaginn á eftir, dómnefnd getur því lokið störfum þá og hægt er að senda út tilkynninguna fyrir páska.

Vona að þetta valdi ekki vandræðum en ef svo er, vinsamlegast hafið þá samband og við finnum eitthvað út úr því.

Með bestu kveðju,

Eyjólfur

nkg@nkg.is