Þá hefur dómnefnd komist að niðurstöðu um sigurvegara NKG 2021.

Þrátt fyrir Covid bárust hugmyndir frá 31 skóla, víðsvegar af landinu og er það framar vonum. Fjölmargar virkilega góðar hugmyndir bárust en eins og í fyrra var ekki auðvelt fyrir dómnefnd að velja sigurvegara, þar sem höfðu höfðu í reynd ekkert nema einfaldar umsóknir, til að dæma eftir.

Dómnefndina skipuðu:

 – Arinbjörn Hauksson, Markaðsstjóri ELKO

 – Ásdís Kristmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Hugverkastofu

 – Hannes Páll Þórðarson, umsjónarmaður rafeindaverkstæðis í Háskóla Reykjavíkur

 – Maríanna Finnbogadóttir, sérfræðingur í markaðsdeild Arion banka og

 – Dr. Svanborg Rannveig Jónsdóttir, prófessor í listum og skapandi starfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og forstöðumaður RASK (Rannsóknastofu um skapandi skólastarf).

Sigurvegarar  í flokkum fá gjafabréf í ELKO ásamt viðurkenningarskjali, undirritað af Guðna Th. Jóhannessyni, Forseta Íslands. Þeir nemendur sem komust í úrslitin fá viðurkenningarskjal, undirritað af Lilju Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra Íslands.

Aðrir nemendur sem sendu inn umsókn geta fengið viðurkenningarskjal fyrir þátttöku. Það er hægt að nálgast það HÉR og biðjum við kennara um að prenta það út og gefa öllum sem tóku þátt. Þið megið líka koma þeim skilaboðum til þeirra, að þó þau hafi ekki fengið verðlaun þá geti því miður ekki allir unnið en að mjög margar hugmyndir hafi verið virkilega flottar. Hvetjum við öll til að halda áfram að vera skapandi – þau vinna kannski bara á næsta ári.

Úrslitin má nálgast HÉR