Þá er hreint frábærri FabLab ferð, með 14 krökkum sem hlutu ferðina í verðlaun, lokið. Við vorum 2 daga í FabLab Breiðholti(við þurftum að hætta við Vestmannaeyjar vegna vandræða með siglingar) þar sem krakkarnir hlutu kennslu í grunnskrefum Fablab tækninnnar og fengu þau að hanna ýmsa hluti að vild og framleiða. Farið var í Keiluhöllina á mánudagskvöld og þaðan var haldið í Skátaheimilið í Árbær, þar sem horft var á bíó og svo gistu flest krakkarnir þar.

Þetta var ótrúlega skemmtileg ferð með frábærlega skemmtilegum krökkum.  Svo… Anna Lilja, Arna Sól, Brynja Dröfn, Dísella, Hjálmar Þór, Indriði Ægir, Lilja Diljá, Óskar Aron, Sara Rún, Sindri Snær, Una Karen, Vaka Líf, Ylfa Sól og Þóra Emilía, – Við þökkum kærlega fyrir okkur, – þið eruð ekkert nema snillingar 🙂

Kær kveðja, Hildur, Frosti, Þóra og Eyjó

Myndir eru komnar inn hér: https://nkg.is/fablab-ferd-2017/