Hér er búið að taka saman efni sem nýtist vel fyrir t.d. kennara til að aðstoða nemendur við að fá raunhæfar nýsköpunarhugmyndir.
Hér er áherslan á fyrstu stig nýsköpunar, þ.e. hvernig þú getur hjálpað nemendum þínum að fá hugmyndir sem leysa raunveruleg vandamál eða áskoranir. Í stuttu máli er ferlið svona(efnið er tekið í Næsta stig – nýsköpun og frumkvöðlafræði): 1. Æfingar – samvinna – hópefli => 2. Uppgvötunarstigið => 3. Hugmyndastigið. Gott er að nota hugmyndakortin á þessu stigi.
Vinnuheftið Nýsköpun – Ferðþjónusta er gott að nota til að fá hugmyndir í nærumhverfinu og Heimsmarkmiðin eru afar sniðug til að láta nemendur koma fram lausnir er varða sjálfbæra þróun og Heimsmarkmiðin.
Fyrir kennara sem taka þátt í Verksmiðjunni, ættu þessi stig að duga til að senda inn hugmynd. Fyrir kennara í NKG er gott að styðjast við Vertu þinn eigin yfirmaður(kennsluleiðbeiningar og nemendahefti), til að vinna hugmyndina áfram.
Athugið að allt efni, sem tekið er saman hér er einungis til stuðnings og er alls engin skylda að nýta það í keppnunum tveimur. HÉR er hægt að sjá hvernig kennsluháttum og skipulagningu kennslustunda er háttað hjá öðrum kennurum, hvaða kennslugögn þeir nota osfrv.