VILJI – Hvatningarverðlaun NKG

Á hverju ári hlýtur kennari/kennarateymi nafnbótina „ Nýsköpunarkennari/ar grunnskólanna árið 20xx“ ásamt verðlaunum að fjárhæð 250.000kr.

Eins og í fyrra hljóta 2 kennarar viðurkenninguna í ár, fyrir framúrskarandi störf til eflingar nýsköpunar-menntunar á Íslandi og hljóta báðir  nafnbótina „ Nýsköpunarkennari grunnskólanna árið 2019“ ásamt verðlaunum að fjárhæð 125.000 kr. hvor.

Nýsköpunarkennarar grunnskólanna árið 2018 eru Halla Leifsdóttir í Breiðagerðisskóla og Þórdís Sævarsdóttir í Dalskóla. Tóku þær á móti viðurkenningunni úr hendi Lilju Alfreðsdóttir, Mennta- og menningarmálaráðherra og Guðrúnu Hafsteinsdóttir, formanni Samtaka iðnaðarins, við hátíðlega athöfn á lokahófi NKG 2019.

NKG óskar þeim innilega til hamingju með viðurkenninguna fyrir þeirra frábæra og mikilvæga starf.

Hér má sjá hvernig kennsluháttum og skipulagningu kennslustunda er háttað hjá þeim: https://nkg.is/innleiding/

VILJI – Hvatningarverðlaun NKG er í boði Samtaka iðnaðarins (SI) en þau leggja áherslu á menntamál til að stuðla að bættu aðgengi fyrirtækja að hæfum starfskrafti.  Við hjá NKG erum stolt að hafa svo sterka bakhjarla sem Si eru. Við teljum að bætt tengsl og aðkomu fyrirtækja að keppninni, mikilvægan þátt í uppbyggingu NKG og nýsköpunarmenntar á Íslandi og að hlusta þurfi á atvinnulífið til að fá fram hvernig þau telja að haga skuli menntun(og/eða áherslum) til að undirbúa nemendur, fyrir framtíðarstörfin. Við þökkum SI kærlega fyrir þennan frábæra stuðning.

Á mynd f.v: Halla Leifsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir, Mennta- og menningarmálaráðherra, Þórdís Sævarsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI.