Í upphafi árs heimsóttum við kraftmikla kennara í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Þarna voru komnir saman bekkjarkennarar, umsjónarkennarar og verkgreinakennarar. Gríðarlegur eldmóður var í kennurum og mikill áhugi á því að kynnast nánar hvernig Nýsköpunarkeppnin getur átt samleið með því góða starfi sem þegar fer fram. Ragnar Kristján Gestsson smíðakennari tók á móti okkur og var mikill höfðingi heim að sækja. Við fengum að heyra frá verkefni sem skólinn státar af sem heitir Barnabær http://barnabaer.barnaskolinn.is/?page_id=39

Ragnar Kristján Gestsson, smíðakennari með meiru fyrir utan stórglæsilegan Barnaskóla á Stokkseyri