Matsferli NKG fór fram í dag síðasta vetrardag. Alls 1800 skapandi hugmyndir bárust frá rúmlega 2000 hugmyndasmiðum um allt land. Fulltrúar frá Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Einkaleyfastofu sátu í matsnefnd, þeirra beið það erfiða verk að velja þátttakendur til að keppa til úrslita í vinnusmiðja NKG sem fer fram 22.-25. maí næstkomandi.
Þátttakendur fá boð í úrslit fyrstu vikuna í maí, tilkynning um niðurstöður verður sett upp hér á vefsíðunni.
Frá vinstri:Árni Halldórsson frá Einkaleyfastofu, Katrín Lilja Sigurðardóttir og Sævar Helgi Bragason frá HÍ, Gísli Freyr Þorsteinsson og Gunnhildur Grétarsdóttir frá HR.
Fyrir hádegi voru Ingunn Gunnarsdóttir, Kristján Karlsson og Þórunn Hilda Jónasdóttir frá HR og Rögnvaldur J. Sæmundsson frá HÍ.