Dagsetningar eru komnar fyrir umsóknarfresti, vinnustofu og lokahóf:

17. apríl: Lokadagur innsendra hugmynda í NKG 2020
Frestur til að skila hugmyndum vegna skólaársins 2019-2020 rennur út föstudaginn 17. apríl 2020, kl. 16:00. https://nkg.is/taka-thatt/

Dómnefnd kemur saman þriðjudaginn 21. apríl kl. 10 – 14. Mikilvægt er því að þær hugmyndir sem sendar verða með pósti, séu sendar tímanlega svo þær hafi borist okkur fyrir mánudaginn 20. apríl.

26. apríl: VILJI – Hvatningarverðlaun NKG 2020 
Umsóknarfrestur rennur út sunnudaginn 26. apríl 2020, kl. 23:59.  https://nkg.is/vilji-hvatningarverdlaun-nkg/

18. og 19. maí: Vinnusmiðja og lokahóf NKG 2020
Vinnusmiðja Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2020 fer fram í Háskólanum í Reykjavík dagana 18. og 19. maí. https://www.facebook.com/events/548824832373101/

Hér fá um 40 nemendur, sem dómnefnd hefur valið til úrslita, tækifæri til að útfæra hugmyndir sínar frekar með aðstoð leiðbeinenda frá Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og annarra samstarfsaðila. Í kjölfarið er haldin sýning á verkum nemendanna og lokahóf þar sem forseti Íslands afhendir stórglæsileg verðlaun og viðurkenningarskjöl.

Önnur dagskrá.
Sýning á verkum nemenda: 19. maí kl. 15 – 17
Lokahóf 19. maí klukkan 17 – 18

Nánari dagskrá verður auglýst síðar