Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG) er nú komin á fullt skrið og viljum við hvetja ykkur til að gefa nemendum ykkar tækifæri til að taka þátt með eigin hugmyndir.
Skilafrestur hugmynda er 10. apríl 2026.
Hægt er að skila hugmyndum rafrænt eða prenta út umsóknarblað hér:
https://nkg.is/taka-thatt
NKG er ætluð nemendum í 5.–7. bekk og leggur áherslu á skapandi hugsun, sjálfstraust, samfélagslega meðvitund og gleðina sem fylgir því að vinna með eigin hugmyndir – óháð búnaði eða aðstæðum.
Á heimasíðu NKG má einnig finna dæmi um hvernig kennarar hafa unnið með nýsköpun í kennslu, byggt á umsóknum þeirra sem hlotið hafa VILJA – hvatningarverðlaun kennara:
https://nkg.is/innleiding
Við hvetjum ykkur jafnframt til að kynna ykkur VILJA – hvatningarverðlaun NKG.
Á hverju ári hlýtur kennari eða kennarateymi viðurkenninguna
„Nýsköpunarkennari/ar grunnskólanna árið 2026“,
ásamt 150.000 kr. í peningaverðlaun:
https://nkg.is/vilji-hvatningarverdlaun-nkg
Nýtt í þróun – NKG+
Við erum jafnframt að þróa NKG+, frumgerðakeppni fyrir 8.–10. bekk, og stefnum á prufukeyrslu núna í vor.
Kennarar eða skólar sem hafa áhuga á að taka þátt í þeirri prufukeyrslu eru hvattir til að hafa samband og fá nánari upplýsingar.
Hér má nálgast ýmislegt náms- og stuðningsefni:
https://nkg.is/namsefni/
Ekki hika við að hafa samband ef þið hafið spurningar, viljið fá aðstoð, kynningu eða heimsókn í skólann ykkar.
Með nýsköpunarkveðjum,
Sveinn Bjarki Tómasson
verkefnastjóri Nýsköpunarkeppni grunnskólanna
sveinnbjarki@hi.is



