Könnun: Nýsköpunar- og frumkvöðlamennt í skólastarfi

Þessi könnun er samvinnuverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Menntavísindasviðs Háskóla Íslands og Framtíðarseturs Íslands. Fagsvið könnunarinnar er nýsköpunar- og frumkvöðlamennt, en framangreindir aðilar þróa og starfrækja menntaverkefni á því sviði. Þátttaka þín er þessum aðilum mikils virði í því starfi.

Við áætlum að það taki þig 10 – 15 mínútur að svara könnuninni. Í fyrri hluta könnunarinnar er spurt um núverandi stöðu mála en í seinni hlutanum eru viðhorf um þróun mála næstu ár eða stöðu þeirra árið 2028 skoðuð.

Öll gögn sem safnast í könnuninni eru trúnaðarmál. Engin persónuleg gögn verða birt og ráðstafanir verða gerðar til að koma í veg fyrir að hægt verði að bera kennsl á svarendur og skóla.

Þátttaka þín í rannsókninni er valfrjáls. Ákvörðun þín um hvort þú tekur þátt í henni mun ekki hafa áhrif á núverandi eða framtíðar tengsl eða samskipti við þá aðila sem standa að rannsókninni

Nánari uppl. er hægt að fá hjá Eyjólfi: ebe@nmi.is og nkg@nkg.is

Með fyrirfram þökkum:)