5 frábærar umsóknir í Vilja, bárust í ár og var virkilega erfitt að velja sigurvegara úr þessum flotta hóp kennara, sem eru öll að gera frábæra hluti í nýsköpunarkennslu sinni áttu hver og ein í raun skilið að fá verðlaun. Þó geta ekki öll unnið og þótti ein umsóknin eiga sannarlega skilið að hljóta Viljann í ár. Þau hlýtur, Sinéad Aine McCarron í Landakotsskóla. Sinéad hefur komið inn með miklu krafti í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna, hlaut tvenn verðlaun í fyrra og náði 4 hugmyndum inn í topp 25, í ár – þar af hlaut ein þeirra forritunarbikarinn.
Meðal umsagna dómara: “Mjög flott lýsing á kennsluáætlun. Gengið út frá STEAM, listir sem undirstaða annarra greina, margvíslegir möguleikar á samþættingu. Samþætting við íslenskugreinar – mjög sterkt. Framkvæmd ætluð að gefa nemendum möguleika á að laga nám að sínum áhugasviðum – mjög sterkt. Gott samstarf við aðra kennara, ekki bara list- og verkgreinar. Tengingar við nærumhverfi ná út fyrir skólaumhverfi og líklega út fyrir næsta félagslega umhverfi nemenda.”
Við óskum Sinéad innilega til hamingju með árangurinn en hún hlýtur að launum 150.000 kr. í boði Samtaka iðnaðarins ásamt verðlaunabikar og viðurkenningarskjal, undirritað af forseta Íslands.
Dómnefnd Vilja 2023 skipuðu þau:
– Svanborg Rannveig Jónsdóttir, prófessor í listum og skapandi starfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og forstöðumaður RASK (Rannsóknastofu um skapandi skólastarf) og
– Tryggvi Brian Thayer, Menntunar- og framtíðarfræðingur, verkefnisstjóri nýsköpunar á Menntavísindasviði HÍ og verkefnisstjóri á Nýsköpunarstofu menntunar