Næsta vor verður í fyrsta sinn veitt verðlaun kr. 250.000 ásamt viðurkenningu til Nýsköpunarkennara grunnskóla árið 2014. Verðlaunin bera nafnið Vilji – hvatningarverðlaun NKG.
Í dag 4.11.2013 var undirritaður samningur við Samtök atvinnulífsins varðandi fjármögnun til móts við fjármögnun frá Samtökum iðnaðarins. Fulltrúar annarra samstarfsaðila sitja í þróunar- og matsnefnd. Þeir koma frá Háskólanum í Reykjavík, Háskóla Íslands og Félagi íslenskra grunnskólakennara.
Samningur um framlag er til tveggja ára.
Vilji – Hvatningarverðlaun NKG verða kynnt ítarlega á næstu vikum fyrir kennurum og hlutaðeigandi aðilum. Upplýsingasíða á www.nkg.is er í vinnslu.
Góðar kveðjur,
Anna Þóra Ísfold, framkvæmdastjóri NKG