Vinnusmiðja NKG fer fram í húsnæði Háskólans í Reykjavík (VENUS), fim 23. maí og föstudaginn 24. maí frá kl. 9-16.00.

Markmið Vinnusmiðjunnar eru, að hver hugmyndasmiður fái tækifæri til að útfæra hugmynd sína nánar í ferlinu frá hugmynd að vöru m.a. að útbúa veggspjald og frumgerð (líkan), forritun frumgerðar af tölvuleik eða appi (ef við á) og þjálfa framsögu.

Þátttakendur fá viðurkenningarskjöl fyrir þátttöku sína í úrslitum NKG. Stigahæstu hugmyndirnar vinna til verðlauna.

Lokhóf verður haldið sunnudaginn 26. maí kl.15.00 í Sólinni í HR. Þar verður sett upp sýning á afrakstri þátttakenda sem og verðlaunaafhending þar sem Foreti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson afhendir verðlaun og flytur hátíðarræðu. Þangað eru allir velkomnir sem fengið hafa boð í vinnusmiðju.

Með nýsköpunarkveðju,

Anna Þóra Ísfold,
framkvæmdastjóri NKG