Þrátt fyrir þessar tilslakanir á samkomutakmörkunum/sóttvarnareglum höfum við, í samráði við Menntamálaráðuneytið, því miður ákveðið að fella niður vinnustofu og lokahóf NKG í ár. Þrátt fyrir tilslakanirnar er 2 metra reglan enn í gildi og þó svo hún færi í 1 metra og 50 manna hámark, upp úr miðjum maí, væri algerlega ómögulegt að fylgja sóttvarnarreglum á vinnustofunni. Þar eru 40 börn, víðsvegar af landinu ásamt 10-15 fullorðnum leiðbeinendum sem vinna mjög þétt saman, handleika sameiginleg verkfæri, ritföng og þess háttar og ómögulegt væri að hreinsa allt eftir hverja notkun. Það þyrfti ekki að spyrja að leikslokum ef smit kæmi upp í þessum fjölbreytta hóp og því er okkur nauðugur einn kostur að hætta við vinnustofuna.

Hins vegar höldum við okkar striki að öðru leiti. Við munum taka við umsóknum, finna sigurvegara í nokkrum flokkum og veita vegleg verðlaun og viðurkenningarskjöl. Rætt verður við RÚV og athugað með möguleikann á að gera smá innslög um sigurhugmyndir og hugsanlega taka viðtöl við sigurvegara. Allar hugmyndir um hvernig hægt væri að gera meira fyrir sigurhugmyndir, eru vel þegnar

Það er þó ekki allt alslæmt, þar sem niðurfelling vinnustofunnar veitir okkur möguleika á að fresta umsóknarfresti töluvert og færist hann til fimmtudagsins 20. maí. Því er enn nægur tími til að senda inn hugmyndir og kjörið tækifæri fyrir þau sem ekki hafa enn náð að vinna í þessu í vor. Undir lok maí verður tilkynnt um sigurvegara og í framhaldi verða viðurkenningarskjöl sigurvegarana send til skólanna þeirra. Kennarar/skólastjórar geta þá afhent þau á skólaslitunum.

Við vonum sannarlega að Covid verði minning ein, á næsta ári svo allt verði eins og á að vera þá.

Skilið kærri kveðju til nemendanna og segið að okkur þyki þetta mjög miður.

Allar nánari upplýsingar veitir Eyjólfur á nkg@nkg.is

COVID-19: Good city practices | Intelligent Cities Challenge