Úrslit og lokahóf Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2018 voru haldin í Háskólanum í Reykjavík , laugardaginn 26. maí.
Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG) er keppni í nýsköpun fyrir 5. – 7. bekk grunnskólanna en keppnin var haldin í fyrsta skipti árið 1991 og er nú haldin í 28. sinn. Yfir 1200 hugmyndir, frá 38 skólum víðs vegar af landinu, bárust að þessu sinni. Dómnefnd valdi 26 hugmyndir, sem 40 nemendur standa að baki, í vinnusmiðjuna, þ.e. úrslitakeppni NKG 2018, sem fór fram í Háskólanum í Reykjavík, dagana 24. og 25. maí. Þessir nemendur komust í gegnum strangt matsferli þar sem uppfinningar þeirra voru metnar með tilliti til hagnýti, nýnæmi og markaðshæfi.
Úrslitin má nálgast hér: https://nkg.is/verdaunahafa-nkg-2018/ , myndir af vinnustofu eru hér(fleiri koma inn bráðlega): https://nkg.is/vinnustofa-2018/ og myndir úr úrslitum og lokahófi eru hér: https://nkg.is/urslit-og-lokahof-2018/